Bókhaldsnámskeið fyrir aðildarfélög Almannaheilla

Almannaheill hafa í framhaldi af breytingum á laga- og skattaumhverfi félagasamtaka undirbúið sérstakt bókhaldsnámskeið á netinu fyrir starfsmenn og stjórnendur aðildarfélaga samtakanna. Á námskeiðinu verður fjallað um mikilvægi góðra bókhaldsvinnubragða. Námskeiðið er haldið með rafrænum hætti á Zoom í samvinnu við Bókhald og kennslu ehf. og er í fjórum hlutum, tvo og hálfan tíma í senn. Kennslutímar eru mánudagana 6.,… Sjá meira →

Sjálfboðaliði ársins 2022

Almannaheill kallar eftir tilnefningum til Sjálfboðaliða ársins 2022 Starf sjálfboðaliða er víða í samfélaginu og ekki síst innan almannaheillafélaga og í ár vill Almannaheill vill beina ljósinu að sjálfboðaliðum innan sinna félaga og tilnefna sjálfboðaliða ársins. Valið á sjálfboðaliða ársins er liður í að þakka þeim fjölmörgu sem leggja til af sínum tíma og orku í starfsemi félagasamtaka á ári… Sjá meira →

Myndband: Stutt samantekt frá pallborðsumræðum 17. september

Er ykkar félag komið á almannaheillaskrá? En almannaheillafélagaskrá? Hver er eiginlega munurinn? Hér má sjá stutta samantekt frá pallborðsumræðum sem fóru fram á Fundi fólksins 17. september síðastliðinn þar sem fjallað var um þær miklu og jákvæðu breytingar sem gengu í gildi á síðasta ári á lögum og skattareglum sem snerta almannaheillasamtök. Nánari upplýsingar um breytingarnar og skráningu félaga á… Sjá meira →

Upptökur frá tveimur viðburðum Almannaheilla á Fundi fólksins

Hér að neðan má sjá upptökur frá tveimur viðburðum Almannaheilla sem fóru fram á Fundi fólksins 17. september síðastliðinn. Annars vegar er um að ræða kynningu þar sem fjallað var um WELFARE-verkefnið, sem snýst um að byggja upp þverfaglegan vettvang, þjálfun og stuðning við samfélagsfrumkvöðla, og hins vegar pallborðsumræður þar sem farið var yfir hvernig til hefur tekist við innleiðingu… Sjá meira →

Fundur fólkins 16. og 17. september

Fundur fólksins verður haldinn í Norræna húsinu og Grósku hugmyndahúsi, núna um helgina, föstudaginn 16. september og laugardaginn 17.september. Almannaheill stendur fyrir tveimur viðburðum á laugardeginum í Grósku, kl. 14:00 og kl. 15:00. Streymt verður frá öllum viðburðum sem fara fram í Norræna húsinu og Grósku. Tilgangur Fundar fólksins er að skapa vandaðan vettvang þar sem boðið er til samtals… Sjá meira →

Nýjum skattareglum félagasamtaka fagnað á aðalfundi Almannaheilla

Á aðalfundi Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, sem haldinn var í byrjun júní, var fagnað gildistöku laga um nýtt rekstrarform almannaheillafélaga og nýjum ívilnandi skattareglum fyrir samtök sem vinna almannaheill sem nýlega tóku gildi. Almannaheillasamtök gera ráð fyrir að þessar lagabætur styrki rekstrarumhverfi þeirra í landinu til muna – þau eigi nú kost á skýrara rekstrarformi en áður, sem skilgreini réttindi… Sjá meira →

Aðalfundur Almannaheilla 2022

Stjórn Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, boðar til aðalfundar samtakanna. Aðalfundur Almannaheilla verður haldinn fimmtudaginn 2. júní nk. kl. 15.30 í húsi Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð 8, Reykjavík. Fundarstjóri verður Breki Karlsson. Í lögum samtakanna segir: grAðalfundur Almannaheilla fer með æðsta vald og ákvörðunarrétt í málefnum samtakanna. Skal hann að jafnaði haldinn fyrir 15. júní ár hvert. Senda skal út fundarboð til… Sjá meira →