Kynjaþing 2024

Kynjaþing 2024

Kynjaþing er er nú haldið í sjötta sinn. Þingið er lýðræðislegur og feminískur vettvangur sem Kvenréttindafélag Íslands skapar fyrir almenning, félagasamtök og hópa sem vinna að jafnréttismálum í víðum skilningi.

Kynjaþing 2024

Dagskrá þingsins er skipulögð af þátttakendum þingsins þar sem markmiðið er að auka samræður milli okkar sem er annt um jafnrétti í heiminum og gefa almenningi tækifæri til að kynnast því helsta sem er að gerast í femíniskri umræðu.

Þema kynjaþings í ár er samtvinnun og kröfur kvennaverkfalls.

Allar nánari upplýsingar er að finna á kynjathing.is.

Dagskrá kynjaþings

Jafnrétti fyrir öll? – Auðarstofu

  • Kl. 12.00 Pallborðsumræður kvenkyns forsetaframbjóðenda -Kvenfélagasamband Íslands, Bandalag kvenna í Reykjavík og Kvenréttindafélag Íslands
  • Kl. 13.00 Hvernig kona má ég vera? -Samtökin ´78
  • Kl. 14.00 Tvöföld jaðarsetning. Staða mæðra fatlaðra barna. -Þroskahjálp
  • Kl. 15.00 Staða kvenréttinda og jafnréttis á hernumdu svæðum Palestínu – Kvenréttindafélag Íslands og Félagið Ísland- Palestína
  • Kl. 16.00 Pallborð með stjórnmálakonum um jafnrétti

Kvennaverkfall 2023 – hvað nú? – Ingibjargarstofa

  • 13.00 Veruleiki unglinga og kynjafræði sem skyldufag? hvernig getur kynjafræði í skólum dregið úr ofbeldi og fordómum og stuðlað að betra samfélagi fyrir okkur öll. – Félag Kynjafræðikennara
  • 14.00 Verkalýðshreyfingin sameinuð gegn kynferðislegri áreitni -ASÍ
  • 15.00 Listin og baráttan gegn ofbeldi – Stígamót

Bríetarstofa

  • 13.00 Hænan og eggið – hvort kemur á undan? Samspil jafnréttis og kynbundis ofbeldis – Kvennaathvarfið
  • 14.00 Kvennaverkfall – hvað svo? -Framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls
  • 15.00 Niðurstöður rannsóknar um ofbeldi gegn fötluðum konum og hvaða stuðningsúrræði þurfa að vera í boði -ÖBÍ

Matsalur FÁ

  • Kl. 14.00 Ungar konur og kvár – Femme Empower

Að þingi loknu verða léttar veitingar í boði.

Fleiri fréttir

Guðmundur Björgvin er sjálfboðaliði ársins 2025

Guðmundur Björgvin Gylfason er sjálfboðaliði ársins 2025 hjá Almannaheillum. Guðmundur er formaður stjórnar Einstakra barna, sem eru landssamtök barna með sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma.
Nánar →

Fjölmennum í Hörpu á fimmtudag

Fundur fólksins – ráðstefna Almannaheilla fer fram í Hörpu 13. nóvember á milli klukkan 14:00 - 18:00. Forseti Íslands or ráðherra félagsmála eru sérstakir gestir.
Nánar →

Bókhaldsnámskeið á netinu fyrir aðildarfélög Almannaheilla

Námskeiðið er haldið með rafrænum hætti í samvinnu við Bókhald og kennslu ehf., sem hefur langa reynslu af því að þjónusta félagasamtök og aðra aðila með óhagnaðardrifna starfsemi.
Nánar →
Scroll to Top