Kynjaþing 2024

Kynjaþing 2024

Kynjaþing er er nú haldið í sjötta sinn. Þingið er lýðræðislegur og feminískur vettvangur sem Kvenréttindafélag Íslands skapar fyrir almenning, félagasamtök og hópa sem vinna að jafnréttismálum í víðum skilningi.

Kynjaþing 2024

Dagskrá þingsins er skipulögð af þátttakendum þingsins þar sem markmiðið er að auka samræður milli okkar sem er annt um jafnrétti í heiminum og gefa almenningi tækifæri til að kynnast því helsta sem er að gerast í femíniskri umræðu.

Þema kynjaþings í ár er samtvinnun og kröfur kvennaverkfalls.

Allar nánari upplýsingar er að finna á kynjathing.is.

Dagskrá kynjaþings

Jafnrétti fyrir öll? – Auðarstofu

  • Kl. 12.00 Pallborðsumræður kvenkyns forsetaframbjóðenda -Kvenfélagasamband Íslands, Bandalag kvenna í Reykjavík og Kvenréttindafélag Íslands
  • Kl. 13.00 Hvernig kona má ég vera? -Samtökin ´78
  • Kl. 14.00 Tvöföld jaðarsetning. Staða mæðra fatlaðra barna. -Þroskahjálp
  • Kl. 15.00 Staða kvenréttinda og jafnréttis á hernumdu svæðum Palestínu – Kvenréttindafélag Íslands og Félagið Ísland- Palestína
  • Kl. 16.00 Pallborð með stjórnmálakonum um jafnrétti

Kvennaverkfall 2023 – hvað nú? – Ingibjargarstofa

  • 13.00 Veruleiki unglinga og kynjafræði sem skyldufag? hvernig getur kynjafræði í skólum dregið úr ofbeldi og fordómum og stuðlað að betra samfélagi fyrir okkur öll. – Félag Kynjafræðikennara
  • 14.00 Verkalýðshreyfingin sameinuð gegn kynferðislegri áreitni -ASÍ
  • 15.00 Listin og baráttan gegn ofbeldi – Stígamót

Bríetarstofa

  • 13.00 Hænan og eggið – hvort kemur á undan? Samspil jafnréttis og kynbundis ofbeldis – Kvennaathvarfið
  • 14.00 Kvennaverkfall – hvað svo? -Framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls
  • 15.00 Niðurstöður rannsóknar um ofbeldi gegn fötluðum konum og hvaða stuðningsúrræði þurfa að vera í boði -ÖBÍ

Matsalur FÁ

  • Kl. 14.00 Ungar konur og kvár – Femme Empower

Að þingi loknu verða léttar veitingar í boði.

Fleiri fréttir

Tryggja þarf að almannahagsmunir séu ekki fótum troðnir af fámennum hóp

Neytendasamtökin á Íslandi þurfa að tvöfaldast í umfangi til að vera á pari við hin Norðurlöndin svo almannahagsmunir fái það vægi sem nauðsynlegt er til að stuðla að velferð allra í samfélaginu, að mati Breka Karlssonar formanns samtakanna.
Nánar →

Lýðræðishátíð unga fólksins – Samantekt

Samantekt í kjölfar Lýðræðishátíðar unga fólksins 2024 er væntanleg.
Nánar →

Fundur Fólksins í Hörpu 2024 – Samantekt

Samantekt í kjölfar Fundar fólksins 2024 er væntanleg.
Nánar →
Scroll to Top