Upplýsandi fundur um skattamál félagasamtaka

Upplýsandi fundur um skattamál félagasamtaka

Vel var mætt á áhugaverðan fund með Soffíu Eydísi Björgvinsdóttur og Tinu Paic, lögfræðingum hjá KPMG og skattasérfræðingum á morgunfundi Almannaheilla í mars.

Upplýsandi fundur um skattamál félagasamtaka

Vel var mætt á áhugaverðan fund með Soffíu Eydísi Björgvinsdóttur og Tinu Paic, lögfræðingum hjá KPMG og skattasérfræðingum á morgunfundi Almannaheilla í mars. Um 40 manns frá margs konar almannaheillafélögum mættu á Holtsveginn hjá KFUM og K þar sem fundurinn var haldinn. Gestirnir voru bæði frá aðildarfélögum Almannaheilla og fleirum.

Á fundinum ræddu þær Eydís og Tina meðal annars um virðisaukaskatt, önnur skattaleg atriði er varða almannaheillafélög út frá ýmsum sjónarhornum og virðisaukaskatt félaga sem ekki eru í VSK-skyldri starfsemi. Þá fóru þær yfir leiðbeiningar Skattsins til góðgerðarfélaga, áhrif skráningar félaga á almannaheillaskrá Skattsins og endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna gjafa- og tækjakaupa.

Þær tóku sem dæmi sölu á vöru eða þjónustu sem fellur utan óskyldrar starfsemi en veldur í raun samkeppnisröskun og ýmis mál af sambærilegum toga.

Þær fóru yfir málin, vísuðu fundargestum á hvar hægt er að lesa sér til um reglurnar og svöruðu ýmsum spurningum gesta.

 

Hér má rýna í glærur frá fundinum:

Skoða glærurnar

Fleiri fréttir

Guðmundur Björgvin er sjálfboðaliði ársins 2025

Guðmundur Björgvin Gylfason er sjálfboðaliði ársins 2025 hjá Almannaheillum. Guðmundur er formaður stjórnar Einstakra barna, sem eru landssamtök barna með sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma.
Nánar →

Fjölmennum í Hörpu á fimmtudag

Fundur fólksins – ráðstefna Almannaheilla fer fram í Hörpu 13. nóvember á milli klukkan 14:00 - 18:00. Forseti Íslands or ráðherra félagsmála eru sérstakir gestir.
Nánar →

Bókhaldsnámskeið á netinu fyrir aðildarfélög Almannaheilla

Námskeiðið er haldið með rafrænum hætti í samvinnu við Bókhald og kennslu ehf., sem hefur langa reynslu af því að þjónusta félagasamtök og aðra aðila með óhagnaðardrifna starfsemi.
Nánar →
Scroll to Top