Upplýsandi fundur um skattamál félagasamtaka

Upplýsandi fundur um skattamál félagasamtaka

Vel var mætt á áhugaverðan fund með Soffíu Eydísi Björgvinsdóttur og Tinu Paic, lögfræðingum hjá KPMG og skattasérfræðingum á morgunfundi Almannaheilla í mars.

Upplýsandi fundur um skattamál félagasamtaka

Vel var mætt á áhugaverðan fund með Soffíu Eydísi Björgvinsdóttur og Tinu Paic, lögfræðingum hjá KPMG og skattasérfræðingum á morgunfundi Almannaheilla í mars. Um 40 manns frá margs konar almannaheillafélögum mættu á Holtsveginn hjá KFUM og K þar sem fundurinn var haldinn. Gestirnir voru bæði frá aðildarfélögum Almannaheilla og fleirum.

Á fundinum ræddu þær Eydís og Tina meðal annars um virðisaukaskatt, önnur skattaleg atriði er varða almannaheillafélög út frá ýmsum sjónarhornum og virðisaukaskatt félaga sem ekki eru í VSK-skyldri starfsemi. Þá fóru þær yfir leiðbeiningar Skattsins til góðgerðarfélaga, áhrif skráningar félaga á almannaheillaskrá Skattsins og endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna gjafa- og tækjakaupa.

Þær tóku sem dæmi sölu á vöru eða þjónustu sem fellur utan óskyldrar starfsemi en veldur í raun samkeppnisröskun og ýmis mál af sambærilegum toga.

Þær fóru yfir málin, vísuðu fundargestum á hvar hægt er að lesa sér til um reglurnar og svöruðu ýmsum spurningum gesta.

 

Hér má rýna í glærur frá fundinum:

Skoða glærurnar

Fleiri fréttir

Inga Sæland gestur á aðalfundi Almannaheilla

Aðalfundur Almannaheilla verður haldinn þriðjudaginn 6. maí 2025 klukkan 16:30 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28 í Reykjavík. Gestur fundarins verður Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðaherra.
Nánar →

Upplýsandi fundur um skattamál félagasamtaka

Vel var mætt á áhugaverðan fund með Soffíu Eydísi Björgvinsdóttur og Tinu Paic, lögfræðingum hjá KPMG og skattasérfræðingum á morgunfundi Almannaheilla í mars.
Nánar →

Umfang, hlutverk og skipulag þriðja geirans á Íslandi

Almannaheill býður til morgunfundar með Jeannie Entenza og Kelly Le Roux til að fræða um umfang, hlutverk og skipulag þriðja geirans á Íslandi.
Nánar →
Scroll to Top