Umfang, hlutverk og skipulag þriðja geirans á Íslandi

Umfang, hlutverk og skipulag þriðja geirans á Íslandi

Almannaheill býður til morgunfundar með Jeannie Entenza og Kelly Le Roux til að fræða um umfang, hlutverk og skipulag þriðja geirans á Íslandi.

Umfang, hlutverk og skipulag þriðja geirans á Íslandi

Jeannie Entenza verður gestur á morgunfundi Almannaheilla miðvikudaginn 9. apríl. Þar verður hún ásamt leiðbeinanda sínum við Háskólann í Illinois-Chicago í Bandaríkjunum til að ræða um umfang, hlutverk og skipulag þriðja geirans á Íslandi.

Jeannie er nýbúin að verja doktorsritgerð sína um sama efni við Minnesotaháskóla. Leiðbeinandi hennar í doktorsnáminu var Kelly Le Roux frá Háskólanum í Illinois-Chicago, sem fylgir Jeannie hingað til lands. 

Tengiliðir þeirra hér á Íslandi eru Steinunn Hrafnsdóttir og Ómar Kristmundsson í Háskóla Íslands.

Auk þess að kynna niðurstöður verkefnis síns, mun Jeannie  ræða um möguleika til frekari rannsókna á þessu sviði.

Hægt er að smella hér og lesa doktorsritgerð Jeannie Entenza: Lesa ritgerðina

Þetta er opinn fundur og öll áhugasöm eru velkomin. Fundurinn verður miðvikudaginn 9. apríl kl. 9:00 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28 í Reykjavík.

Fleiri fréttir

Bókhaldsnámskeið á netinu fyrir aðildarfélög Almannaheilla

Námskeiðið er haldið með rafrænum hætti í samvinnu við Bókhald og kennslu ehf., sem hefur langa reynslu af því að þjónusta félagasamtök og aðra aðila með óhagnaðardrifna starfsemi.
Nánar →
Tómas og Hildur.

Hildur er nýr formaður Almannaheilla

Hildur Tryggvadóttir Flóvens var kjörin formaður Almannaheilla á aðalfundi félagsins í gær. Hún tekur við keflinu af Tómasi Torfasyni, framkvæmdastjóra KFUM og KFUK, sem staðið hefur í stefninu síðastliðin tvö ár.
Nánar →

Aðalfundi Almannaheilla frestað til 3. júní

Aðalfundur Almannaheilla verður haldinn þriðjudaginn 6. maí 2025 klukkan 16:30 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28 í Reykjavík. Gestur fundarins verður Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðaherra.
Nánar →
Scroll to Top