Tinna Björnsdóttir er sjálfboðaliði ársins

Tinna Björnsdóttir er sjálfboðaliði ársins

„Tinna er með hlýja og nærandi nærveru, stóran faðm og gerir ekki upp á milli fólks. Hún lífgar upp rýmið fyrir alla,“ sagði Tómas Ingi Torfason, formaður Almannaheilla, þegar hann afhenti Tinnu Björnsdóttur viðurkenninguna sem sjálfboðaliði ársins 2024.

Tinna Björnsdóttir er sjálfboðaliði ársins

Almannaheill, samtök þriðja geirans, hafa valið Tinnu Björnsdóttur sem sjálfboðaliða ársins 2024. Valið á sér stað í tilefni af Degi sjálfboðaliðans í dag, fimmtudaginn 5. desember.

Tinna er ein af öflugum sjálfboðaliðum Hugarafls. Hún er virk og öflug í stjórn félagsins og dugleg að láta rödd sína heyrast.

Tinna heldur utan um starf kvennahóps Hugarafls – en sá hópur en einn sá fjölmennasti og best sótti innan félagsins.

Notendur Hugarafls sjá góða fyrirmynd í Tinnu og leita mikið til hennar.  Hún nýtir eigin reynslu til að hjálpa öðrum en passar á sama tíma vel upp á sjálfa sig og eigin mörk.

Tómas Ingi Torfason, formaður Almannaheilla, heimsótti Tinnu í húsnæði Hugarafls í dag, afhenti henni viðurkenninguna og sagði nokkur orð.

Tinna er með hlýja og nærandi nærveru, stóran faðm og gerir ekki upp á milli fólks.  Hún lífgar upp rýmið fyrir alla,“ sagði hann.

Hugarafl eru félagasamtök fólks sem hefur upplifað persónulega krísu og vinnur að persónulegum bata sínum. Við erum stærstu grasrótarsamtök fólks með andlegar áskoranir á Íslandi og látum rödd okkar heyrast varðandi geðheilbrigðismál. Félagið var stofnað árið 2003.

Fleiri fréttir

Tómas og Hildur.

Hildur er nýr formaður Almannaheilla

Hildur Tryggvadóttir Flóvens var kjörin formaður Almannaheilla á aðalfundi félagsins í gær. Hún tekur við keflinu af Tómasi Torfasyni, framkvæmdastjóra KFUM og KFUK, sem staðið hefur í stefninu síðastliðin tvö ár.
Nánar →

Aðalfundi Almannaheilla frestað til 3. júní

Aðalfundur Almannaheilla verður haldinn þriðjudaginn 6. maí 2025 klukkan 16:30 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28 í Reykjavík. Gestur fundarins verður Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðaherra.
Nánar →

Inga Sæland gestur á aðalfundi Almannaheilla

Aðalfundur Almannaheilla verður haldinn þriðjudaginn 6. maí 2025 klukkan 16:30 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28 í Reykjavík. Gestur fundarins verður Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðaherra.
Nánar →
Scroll to Top