Lýðræðishátíð unga fólksins 2024 – Ungmenni kusu í strætó

Lýðræðishátíð unga fólksins 2024 – Ungmenni kusu í strætó

UMFÍ er eitt af stærstu aðildarfélögum Almannaheilla, samtaka þriðja geirans. Ýmislegt hefur komið út úr samstarfinu. Almannaheill héldu ráðstefnu í lok nóvember sem skiptist upp í lýðræðishátíð unga fólksins og málstofur fyrir fullorðna.

Lýðræðishátíð unga fólksins 2024 – Ungmenni kusu í strætó

Í kringum 130 nemendur í 10. bekk  fjögurra grunnskóla í Reykjavík tóku þátt í lýðræðislegri samræðu  og kosningum í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu þegar Lýð- ræðishátíð unga fólksins fór fram  föstudaginn 29. nóvember. Nemendurnir ræddu ítarlega fjögur mál og kusu svo á milli þeirra. Lýðræðishátíðin fór þannig fram að nemendahóparnir komu saman í Hörpu og hlýddu þar á erindi Gísla Ólafssonar sérfræðings í mennta- og barnamálaráðuneytinu sem bar heitið „Vilt þú hafa áhrif? Tökum afstöðu þegar það skiptir okkur máli.“

Í erindinu  fór Gísli yfir mikilvægi þess að taka  afstöðu og fékk hópinn til að gera  nokkrar æfingar í því að taka afstöðu til ýmissa viðfangsefna eins og kynfræðslu í skólum, hlutverks  nemendaráða, samfélagsmiðla o.fl. Að því loknu var skipt í hópa  og við tók næsta skref hátíðarinnar – umræðuborð sem meðlimir í  Ungmennaráði UMFÍ, Reykjavíkur- ráði ungmenna og skátunum stýrðu meðal annars.

Eftir umræður  var gengið til kosninga, kjörklefinn  var strætisvagn sem lagt var fyrir utan Hörpu. Þar kusu nemendurnir  um fjögur mál og settu atkvæði sín í kjörkassann. Nemendurnir áttu að setja x við það málefni sem þeim þótti skipta mestu máli.

Niðurstöður kosninganna voru sendar á skólana eftir hátíðina. Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:

  • 38 atkvæði – Samgöngumál
  • 37 atkvæði – Samræmd próf
  • 22 atkvæði – Kosningaréttur
  • 11 atkvæði – Símalaus skóli

Samgöngumál og samræmd próf voru þau málefni sem unga fólkið taldi að skipti þau mestu máli. Kosningarétturinn niður í 16 ár og símalaus skóli fengu mun færri atkvæði. Það kom skipuleggjendum hátíðarinnar talsvert á óvart hversu mikilvægan sess samgöngumál fengu hjá unga fólkinu.

Fleiri fréttir

Við þurfum að læra að fagna því sem er ólíkt með okkur

Mikil umræða hefur verið um hugtakið „inngilding“ á síðustu misserum en hvað felst í því? Nichole Leigh Mosty, sem sjálf er af erlendum uppruna og hefur víðtæka reynslu af því að starfa með fólki sem hingað kemur í leit að skjóli, vinnu eða betra lífi, segir að inngilding snúist um ...
Nánar →

Mikilvægt að hlúa að fólki og huga að fjölbreytileika

Af mörgu er að taka þegar áskoranir frjálsra félagasamtaka eru skoðaðar og framtíð þeirra. Í nútímasamfélagi er sífellt mikilvægara að huga að þáttum eins og aðgengi að „réttu fjármagni“, vellíðan starfsfólks, skýrum tilgangi og fjölbreytni í stjórnendateymum.
Nánar →

Tryggja þarf að almannahagsmunir séu ekki fótum troðnir af fámennum hóp

Neytendasamtökin á Íslandi þurfa að tvöfaldast í umfangi til að vera á pari við hin Norðurlöndin svo almannahagsmunir fái það vægi sem nauðsynlegt er til að stuðla að velferð allra í samfélaginu, að mati Breka Karlssonar formanns samtakanna.
Nánar →
Scroll to Top