Guðmundur Björgvin er sjálfboðaliði ársins 2025

Guðmundur Björgvin er sjálfboðaliði ársins 2025

Guðmundur Björgvin Gylfason er sjálfboðaliði ársins 2025 hjá Almannaheillum. Guðmundur er formaður stjórnar Einstakra barna, sem eru landssamtök barna með sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma.

Starf sjálfboðaliða er grundvöllur starfs Almannaheillafélaga. Án þeirra gætu félögin ekki sinnt mikilvægum verkefnum sínum. Samfélagið stendur í þakkarskuld við þá fjölmörgu sjálfboðaliða sem leggja hönd á plóg á hverjum degi um allt land.

Á degi sjálfboðaliðans, sem er í dag, 5. desember, hittu Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, varaformaður Almannaheilla, og Ingveldur Sigríðar Jónsdóttir, gjaldkeri Almannaheilla, Guðmund Björgvin og afhentu honum viðurkenningarskjöld Almannaheilla í þakklætisskyni fyrir hans ómetanlega starf í þágu veikra barna og fjölskyldna þeirra.

Guðmundur hefur í 17 ár verið eitt mikilvægasta afl Einstakra barna – stuðningsfélags barna með sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma. Sem stjórnarformaður hefur hann verið óþreytandi talsmaður, baráttumaður og málsvari barna með sjaldgæfa sjúkdóma og heilkenni. Hann hefur unnið öll þessi ár af einlægni, trúmennsku og hjartahlýju.

Guðmundur hefur verið ljós í myrkri fyrir fjölskyldur sem standa frammi fyrir erfiðustu aðstæðum lífs síns og hefur hann reynst ómetanlegur stuðningur fyrir foreldra sem hafa misst börn sín.

Guðmundur mætir á alla viðburði samtakanna, er ávallt til staðar fyrir félagsmenn og gefur af tíma sínum með opnu hjarta.

Með jákvæðni, hlýju og lífsgleði að vopni hefur hann bundið saman samfélag Einstakra barna og skapað umhverfi þar sem fjölskyldur finna fyrir öryggi, stuðningi og samstöðu.

Sjá: Einstök börn – einstokborn.is

Fleiri fréttir

Guðmundur Björgvin er sjálfboðaliði ársins 2025

Guðmundur Björgvin Gylfason er sjálfboðaliði ársins 2025 hjá Almannaheillum. Guðmundur er formaður stjórnar Einstakra barna, sem eru landssamtök barna með sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma.
Nánar →

Fjölmennum í Hörpu á fimmtudag

Fundur fólksins – ráðstefna Almannaheilla fer fram í Hörpu 13. nóvember á milli klukkan 14:00 - 18:00. Forseti Íslands or ráðherra félagsmála eru sérstakir gestir.
Nánar →

Bókhaldsnámskeið á netinu fyrir aðildarfélög Almannaheilla

Námskeiðið er haldið með rafrænum hætti í samvinnu við Bókhald og kennslu ehf., sem hefur langa reynslu af því að þjónusta félagasamtök og aðra aðila með óhagnaðardrifna starfsemi.
Nánar →
Scroll to Top