Fundur fólksins 2024: Fyllum Hörpu 29. nóvember

Fundur fólksins 2024: Fyllum Hörpu 29. nóvember

Fundur fólksins verður haldinn 29. nóvember kl.14:00-18:00 í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík. Fyrir örfáum vikum varð ljóst að þessi dagur er dagurinn fyrir þingkosningar.

Fundur fólksins 2024: Fyllum Hörpu 29. nóvember

Það á reyndar vel við að halda fundinn í aðdraganda kosninga, enda er leiðarljós Fundar fólksins að efla lýðræði og samfélagsþátttöku. Hlutverk Fundar fólksins er að búa til vettvang til samtals milli frjálsra félagasamtaka, stjórnmálafólks og almennings. Það verður aðeins gert með þátttöku breiðs hóps og ólíkra félaga.

Frjáls félagasamtök eins og almannaheillafélög spila stórt hluverk í því að búa til betra samfélag og Fundur fólksins vill setja mikilvægi þessara félaga í sviðsljósið. Þess vegna skiptir máli að aðildarfélög Almannaheilla sýni lit og skrá sín félög til leiks. Umfjöllunarefnin mega gjarnan vera fjölbreytt en endurspegla áskoranir eða lausnir í starfi félagasamtaka og því hvernig fólk getur lagt lóð sitt á vogarskálarnar til að skapa betra samfélag.

Aðildarfélög Almannaheilla og önnur frjáls félagasamtök geta tekið þátt í Fundi fólksins með þrennum hætti:

  • Verið með bás fyrir sitt félag á Norðurbryggju (nánari lýsing neðar í pósti)
  • Skráð eigin viðburð/málstofu sem verður hluti af þéttri dagskrá Fundar fólksins
  • Óskað eftir þátttöku í pallborði/málstofu á vegum Almannaheilla þar sem fjallað verður um rekstrarumhverfi félaga, mikilvægi þeirra í þjóðfélaginu o.fl.

Fimmtán félög hafa nú þegar skráð sig til þátttöku á Fundi fólksins og tólf básar eru þegar bókaðir.

Þitt félag getur enn tekið þátt!

Til að nýta aðstöðuna í Hörpu sem best og gera fundinn veglegan viljum við gjarnan fá nokkra viðburði í viðbót frá félögum Almannaheilla, auk þess sem hægt er að koma fyrir nokkrum básum í viðbót. Fyrst koma, fyrst fá.

Dagskrá Fundar fólksins verður birt 12. nóvember en eftir það verður erfiðara að koma að nýjum viðburði.

Fyrir þau sem hafið þegar skráð félag fyrir bás eða viðburði: Við höfum mótttekið allar skráningar og sendum út póst síðar í þessari viku með nánara fyrirkomulagi. Það má líka alltaf hafa samband gegnum info@fundurfolksins.is eða í síma 699-5348.

Með því að smella hér er hægt að skrá viðburð eða bás á Fund fólksins.

Myndin að neðan sýnir salina í Hörpu sem Fundur fólksins verður haldinn í og sýningarsvæðið fyrir bása félagasamtaka á Norðurbryggju.

Fundur fólksins hefur átt sér athvarf víða á síðustu árum, til dæmis í Hofi og Norræna húsinu. Í ár varð Harpa fyrir valinu. Húsið er glæsilegt og aðstaðan til fyrirmyndar.

Fundur fólksins nýtur styrkja frá Reykjavíkurborg og Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti.

Fundurinn verður öllum opinn, en almannaheillafélög sem taka þátt í viðburðum greiða vægt gjald fyrir þátttöku, nánar um það þegar smellt er á skráningarhnapp að ofan.

Streymt verður frá öllum viðburðum á Fundi fólksins.

Básar á Norðurbryggju – fyrirkomulag
Básarnir á Norðurbryggju verða léttir en byggja ekki á stóru sýningakerfi. Á staðnum verða há barborð og til að setja upp bás þarf félag í raun ekki að koma með annað en fána, “rollup” eða aðrar merkingar sem eru til og svo bæklinga, veitingar eða annað sem fólk vill hafa með.

Uppröðun bása verður kynnt um leið og dagskrá, þegar endanlegur fjöldi bása er kominn á hreint. Miðað er við að vera með minnst 15 bása, en það er hægt að hafa þá allt að 20 ef mörg félög til viðbótar sýna áhuga.

Ef félög vilja setja upp eitthvað sérstakt, vera með öðruvísi bás eða eitthvað flóknara, þá þarf að senda ósk um það á info@fundurfolksins.is.

Fréttabréf Fundar fólksins
Til að missa ekki af upplýsingum um Fund fólksins þá er hægt að skrá sig fyrir fréttabréfi með öllum því helsta sem tengist fundinum og þátttakendur þurfa að vita í aðraganda. Við hvetjum alla til að senda hlekk á skráningarsíðu fréttabréfsins á stjórnir og/eða nefndarfólk innan sinna félaga og benda þeim á að skrá sig. Þannig stækkum við hópinn sem veit af Fundi fólksins og getur fylgst með framvindu mála. Við lofum að senda ekki of marga pósta!

Fleiri fréttir

Tryggja þarf að almannahagsmunir séu ekki fótum troðnir af fámennum hóp

Neytendasamtökin á Íslandi þurfa að tvöfaldast í umfangi til að vera á pari við hin Norðurlöndin svo almannahagsmunir fái það vægi sem nauðsynlegt er til að stuðla að velferð allra í samfélaginu, að mati Breka Karlssonar formanns samtakanna.
Nánar →

Lýðræðishátíð unga fólksins – Samantekt

Samantekt í kjölfar Lýðræðishátíðar unga fólksins 2024 er væntanleg.
Nánar →

Fundur Fólksins í Hörpu 2024 – Samantekt

Samantekt í kjölfar Fundar fólksins 2024 er væntanleg.
Nánar →
Scroll to Top