Fundur fólksins – ráðstefna almannaheilla

Fundur fólksins – ráðstefna almannaheilla

Fundur fólksins – ráðstefna Almannaheilla fer fram í Hörpu 13. nóvember á milli klukkan 14:00 - 18:00. Þetta er frábær samvera, samstaða og samtal félaga. Aðildarfélögum Almannaheilla býðst að vera með bás og/eða eigin viðburð á ráðstefnunni endurgjaldslaust.

Fundur fólksins – Ráðstefna Almannaheilla verður í Hörpu fimmtudaginn 13. nóvember á milli klukkan 14:00 – 18:00 næstkomandi. 

Stjórn Almannaheilla ákvað í fyrra að færa ráðstefnuna inn í Hörpu með það fyrir augum að hún hafi rými til að vaxa og þroskast á glæsilegum vettvangi næstu árin. 

Harpa tók vel utan um fundargesti í fyrra en í ár eru gerðar nokkrar breytingar sem vonandi verða til góðs:

  • Ráðstefnan er á fimmtudegi í stað föstudags.
  • Ráðstefnan verður tekin upp en verður ekki í streymi. Við viljum fá fólk á staðinn því við trúum því að samstaða og samtal aðildarfélaga skipti máli.
  • Aðildarfélögum Almannaheilla býðst að vera með bás og/eða eigin viðburð á ráðstefnunni endurgjaldslaust.
  • Öll ráðstefnan fer fram á einu svæði; í aðalsalnum Kaldalóni, á Norðurbryggju (básasvæði) og í Vísu og Stemmu, aðliggjandi hliðarsölum. 

Þá má nefna að stjórn Almannaheilla bindur vonir við að engar þingkosningar steli þrumunni að þessu sinni líkt og gerðist í fyrra, þegar kosningar voru settar á dagskrá daginn eftir ráðstefnuna með skömmum fyrirvara. 

Með þessum pósti óskar stjórn samtakanna eftir þátttöku aðildarfélaga. Dagskrá ráðstefnunnar verður birt á næstu vikum. 

Hvað á að gera til að vera með?

Senda póst á fundurfolksins@almannaheill.is (ATH nýtt netfang) og láta símanúmer tengiliðar endilega fylgja.

Nóg að skrifa stuttlega að félag vilji taka þátt og verkefnastjórn fundarins hefur samband! 

Fleiri fréttir

Fundur fólksins – ráðstefna almannaheilla

Fundur fólksins – ráðstefna Almannaheilla fer fram í Hörpu 13. nóvember á milli klukkan 14:00 - 18:00. Þetta er frábær samvera, samstaða og samtal félaga. Aðildarfélögum Almannaheilla býðst að vera með bás og/eða eigin viðburð á ráðstefnunni endurgjaldslaust.
Nánar →

Bókhaldsnámskeið á netinu fyrir aðildarfélög Almannaheilla

Námskeiðið er haldið með rafrænum hætti í samvinnu við Bókhald og kennslu ehf., sem hefur langa reynslu af því að þjónusta félagasamtök og aðra aðila með óhagnaðardrifna starfsemi.
Nánar →
Tómas og Hildur.

Hildur er nýr formaður Almannaheilla

Hildur Tryggvadóttir Flóvens var kjörin formaður Almannaheilla á aðalfundi félagsins í gær. Hún tekur við keflinu af Tómasi Torfasyni, framkvæmdastjóra KFUM og KFUK, sem staðið hefur í stefninu síðastliðin tvö ár.
Nánar →
Scroll to Top