Fundur Fólksins 2024 – Myndir og samantekt eftir daginn

Fundur Fólksins 2024 – Myndir og samantekt eftir daginn

Fundur fólksins, lýðræðishátíð Almannaheilla, fór fram 29. nóvember 2025. Viðburðurinn hefur verið haldinn árlega í nokkurn tíma í Vatnsmýrinni í september. Nú var afráðið að flytja hann inn í Hörpu í enda nóvember.

Fundur Fólksins 2024 – Myndir og samantekt eftir daginn

Á viðburðinum er leitast við að efla lýðræði og samfélagsþátttöku með samtali milli frjálsra félagasamtaka, stjórnmálafólks og almennings. Á meðal málefna þar voru málstofur um starfsumhverfi almannaheillafélaga, geðheilbrigðismál, neytendamál, velferð barna og margt fleira. Um 30 félög tóku þátt í viðburðinum. Lokahnykkur ráðstefnunnar voru pallborðsumræður stjórnmálaflokkanna og sátu þar fulltrúar flokkanna fyrir svörum.

Gengið var til þingkosninga daginn eftir og komst um helmingur þeirra á þing.

Fundur fólksins og Lýðræðishátíð unga fólksins eru styrkt af Reykjavíkurborg og Félags- og vinnumálaráðuneytinu.

Fleiri fréttir

Inga Sæland gestur á aðalfundi Almannaheilla

Aðalfundur Almannaheilla verður haldinn þriðjudaginn 6. maí 2025 klukkan 16:30 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28 í Reykjavík. Gestur fundarins verður Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðaherra.
Nánar →

Upplýsandi fundur um skattamál félagasamtaka

Vel var mætt á áhugaverðan fund með Soffíu Eydísi Björgvinsdóttur og Tinu Paic, lögfræðingum hjá KPMG og skattasérfræðingum á morgunfundi Almannaheilla í mars.
Nánar →

Umfang, hlutverk og skipulag þriðja geirans á Íslandi

Almannaheill býður til morgunfundar með Jeannie Entenza og Kelly Le Roux til að fræða um umfang, hlutverk og skipulag þriðja geirans á Íslandi.
Nánar →
Scroll to Top