Fundur Fólksins í Hörpu 2024

Fundur Fólksins í Hörpu 2024

Fundur fólksins, ráðstefna Almannaheilla, verður haldin í Hörpu daginn fyrir þingkosningar, 29. nóvember 2024 kl. 14-18.

Fundur Fólksins í Hörpu 2024

Leiðarljós Fundar fólksins er að efla lýðræði og samfélagsþátttöku með samtali milli frjálsra félagasamtaka, stjórnmálafólks og almennings.

Boðið verður upp á málstofur, fyrirlestra og pallborðsumræður auk þess sem fjöldi frjálsra félagasamtaka kynnir sína starfsemi. Í lokin fara fram stjórnmálaumræður með þátttöku þeirra flokka sem bjóða fram á landsvísu í þingkosningum.

Áhersla ráðstefnunnar í ár er að vekja athygli á mikilvægi almannaheillafélaga og frjálsra félagasamtaka og þeim verðmætum sem þriðji geirinn skapar fyrir allt samfélagið. Frjáls félagasamtök snerta líf okkar allra, styrkja samfélagið og takast á við fjölbreytt verkefni.

Á ráðstefnunni verður m.a. rætt um áskoranir almannaheillafélaga og hvaða stuðning þau þurfa til að blómstra svo þau geti starfað sem mikilvægur stuðningur við samfélagið.

600 félög til almannaheilla
Ríflega 600 skráð almannaheillafélög eru starfandi hér á landi og frjáls félagasamtök af ýmsu tagi eru margfalt fleiri. Félög sem starfa innan þriðja geirans, sem einnig hefur verið nefndur hagnaðarlausa hagkerfið eða félagshagkerfið, verða oft útundan í umræðunni. Með Fundi fólksins er markmiðið að gera starfsemi félaganna sýnilegri og varpa ljósi á mikilvægi hennar.

Lýðræðishátíð unga fólksins
Fundur fólksins, ráðstefna Almannaheilla er styrkt af Reykjavíkurborg og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Fyrr um daginn er haldin Lýðræðishátíð unga fólksins í Hörpu, þar sem unglingar fá fræðslu um lýðræði og samfélagsþátttöku.

Fleiri fréttir

Tryggja þarf að almannahagsmunir séu ekki fótum troðnir af fámennum hóp

Neytendasamtökin á Íslandi þurfa að tvöfaldast í umfangi til að vera á pari við hin Norðurlöndin svo almannahagsmunir fái það vægi sem nauðsynlegt er til að stuðla að velferð allra í samfélaginu, að mati Breka Karlssonar formanns samtakanna.
Nánar →

Lýðræðishátíð unga fólksins – Samantekt

Samantekt í kjölfar Lýðræðishátíðar unga fólksins 2024 er væntanleg.
Nánar →

Fundur Fólksins í Hörpu 2024 – Samantekt

Samantekt í kjölfar Fundar fólksins 2024 er væntanleg.
Nánar →
Scroll to Top