Auglýst eftir umsóknum um styrki í þágu farsældar barna

Auglýst eftir umsóknum um styrki í þágu farsældar barna

Mennta- og barnamálaráðherra auglýsir eftir umsóknum um styrki frá íslenskum félagasamtökum til verkefna sem varða farsæld og samfélagslega virkni barna af ýmsum toga.

Auglýst eftir umsóknum um styrki í þágu farsældar barna

Mennta- og barnamálaráðherra auglýsir eftir umsóknum um styrki frá íslenskum félagasamtökum til verkefna sem varða farsæld og samfélagslega virkni, þar á meðal menntun, frístundir, íþróttir, vernd og réttindi barna, í þjónustu við börn og fjölskyldur, m.a. forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir og þjónustu er miðar sérstaklega að börnum í viðkvæmri stöðu og þ.m.t. börnum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.

Félagasamtök sem hljóta styrki á fjárlögum eða eru með samninga við ráðuneytið eða stofnanir þess, vegna skilgreindra verkefna, geta ekki sótt um styrki af safnliðum fjárlaga fyrir sömu verkefni. Um er að ræða eins skiptis styrki sem eru ætlaðir sem hluti af innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Styrkir eru veittir þeim sem uppfylla skilyrði til að fá styrk samkvæmt mati ráðherra, sjá reglur um styrkveitingar mennta- og barnamálaráðherra. Miðað er við að styrkfjárhæðir séu á bilinu 200.000 kr. til 3.000.000 kr., en í undantekningartilvikum er unnt að veita hærri styrki. Sótt er um styrk á Mínum síðum á vef Stjórnarráðsins undir mennta- og barnamálaráðuneytinu.

Frestur til að leggja fram umsókn er til föstudagsins (uppfært) 21. júní 2024. Umsókn skulu fylgja upplýsingar um verkefnið, hvernig umsækjandi hyggst vinna verkefnið og hvort það hefur notið styrkja frá öðrum aðilum. Vakin er athygli á því að umsækjandi kann að þurfa að leggja fram frekari upplýsingar, m.a. um faglega hæfni og rekstrarhæfi, samkvæmt leiðbeiningum ráðuneytisins.

Fleiri fréttir

Við þurfum að læra að fagna því sem er ólíkt með okkur

Mikil umræða hefur verið um hugtakið „inngilding“ á síðustu misserum en hvað felst í því? Nichole Leigh Mosty, sem sjálf er af erlendum uppruna og hefur víðtæka reynslu af því að starfa með fólki sem hingað kemur í leit að skjóli, vinnu eða betra lífi, segir að inngilding snúist um ...
Nánar →

Mikilvægt að hlúa að fólki og huga að fjölbreytileika

Af mörgu er að taka þegar áskoranir frjálsra félagasamtaka eru skoðaðar og framtíð þeirra. Í nútímasamfélagi er sífellt mikilvægara að huga að þáttum eins og aðgengi að „réttu fjármagni“, vellíðan starfsfólks, skýrum tilgangi og fjölbreytni í stjórnendateymum.
Nánar →

Tryggja þarf að almannahagsmunir séu ekki fótum troðnir af fámennum hóp

Neytendasamtökin á Íslandi þurfa að tvöfaldast í umfangi til að vera á pari við hin Norðurlöndin svo almannahagsmunir fái það vægi sem nauðsynlegt er til að stuðla að velferð allra í samfélaginu, að mati Breka Karlssonar formanns samtakanna.
Nánar →
Scroll to Top