Umfang, hlutverk og skipulag þriðja geirans á Íslandi

Umfang, hlutverk og skipulag þriðja geirans á Íslandi

Almannaheill býður til morgunfundar með Jeannie Entenza og Kelly Le Roux til að fræða um umfang, hlutverk og skipulag þriðja geirans á Íslandi.

Umfang, hlutverk og skipulag þriðja geirans á Íslandi

Jeannie Entenza verður gestur á morgunfundi Almannaheilla miðvikudaginn 9. apríl. Þar verður hún ásamt leiðbeinanda sínum við Háskólann í Illinois-Chicago í Bandaríkjunum til að ræða um umfang, hlutverk og skipulag þriðja geirans á Íslandi.

Jeannie er nýbúin að verja doktorsritgerð sína um sama efni við Minnesotaháskóla. Leiðbeinandi hennar í doktorsnáminu var Kelly Le Roux frá Háskólanum í Illinois-Chicago, sem fylgir Jeannie hingað til lands. 

Tengiliðir þeirra hér á Íslandi eru Steinunn Hrafnsdóttir og Ómar Kristmundsson í Háskóla Íslands.

Auk þess að kynna niðurstöður verkefnis síns, mun Jeannie  ræða um möguleika til frekari rannsókna á þessu sviði.

Hægt er að smella hér og lesa doktorsritgerð Jeannie Entenza: Lesa ritgerðina

Þetta er opinn fundur og öll áhugasöm eru velkomin. Fundurinn verður miðvikudaginn 9. apríl kl. 9:00 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28 í Reykjavík.

Fleiri fréttir

Upplýsandi fundur um skattamál félagasamtaka

Vel var mætt á áhugaverðan fund með Soffíu Eydísi Björgvinsdóttur og Tinu Paic, lögfræðingum hjá KPMG og skattasérfræðingum á morgunfundi Almannaheilla í mars.
Nánar →

Umfang, hlutverk og skipulag þriðja geirans á Íslandi

Almannaheill býður til morgunfundar með Jeannie Entenza og Kelly Le Roux til að fræða um umfang, hlutverk og skipulag þriðja geirans á Íslandi.
Nánar →

Morgunverðarfundur með sérfræðingum um skattamál

Almannaheill býður til morgunverðarfundar mál skattamál og virðisaukaskatt með sérfræðingum. Málefnið gagnast öllum stjórnendum félagasamtaka.
Nánar →