Fundur Fólksins 2024 – Myndir og samantekt eftir daginn

Fundur Fólksins 2024 – Myndir og samantekt eftir daginn

Fundur fólksins, lýðræðishátíð Almannaheilla, fór fram 29. nóvember 2025. Viðburðurinn hefur verið haldinn árlega í nokkurn tíma í Vatnsmýrinni í september. Nú var afráðið að flytja hann inn í Hörpu í enda nóvember.

Fundur Fólksins 2024 – Myndir og samantekt eftir daginn

Á viðburðinum er leitast við að efla lýðræði og samfélagsþátttöku með samtali milli frjálsra félagasamtaka, stjórnmálafólks og almennings. Á meðal málefna þar voru málstofur um starfsumhverfi almannaheillafélaga, geðheilbrigðismál, neytendamál, velferð barna og margt fleira. Um 30 félög tóku þátt í viðburðinum. Lokahnykkur ráðstefnunnar voru pallborðsumræður stjórnmálaflokkanna og sátu þar fulltrúar flokkanna fyrir svörum.

Gengið var til þingkosninga daginn eftir og komst um helmingur þeirra á þing.

Fundur fólksins og Lýðræðishátíð unga fólksins eru styrkt af Reykjavíkurborg og Félags- og vinnumálaráðuneytinu.

Fleiri fréttir

Fundur fólksins – ráðstefna almannaheilla

Fundur fólksins – ráðstefna Almannaheilla fer fram í Hörpu 13. nóvember á milli klukkan 14:00 - 18:00. Þetta er frábær samvera, samstaða og samtal félaga. Aðildarfélögum Almannaheilla býðst að vera með bás og/eða eigin viðburð á ráðstefnunni endurgjaldslaust.
Nánar →

Bókhaldsnámskeið á netinu fyrir aðildarfélög Almannaheilla

Námskeiðið er haldið með rafrænum hætti í samvinnu við Bókhald og kennslu ehf., sem hefur langa reynslu af því að þjónusta félagasamtök og aðra aðila með óhagnaðardrifna starfsemi.
Nánar →
Tómas og Hildur.

Hildur er nýr formaður Almannaheilla

Hildur Tryggvadóttir Flóvens var kjörin formaður Almannaheilla á aðalfundi félagsins í gær. Hún tekur við keflinu af Tómasi Torfasyni, framkvæmdastjóra KFUM og KFUK, sem staðið hefur í stefninu síðastliðin tvö ár.
Nánar →
Scroll to Top