Almannaheill kallar eftir tilnefningu að sjálfboðaliða ársins 2024. Starf sjálfboðaliða er víða í samfélaginu og ekki síst innan almannaheillafélaga. Valið á sjálfboðaliða ársins er liður í að þakka þeim fjölmörgu sem leggja til af sínum tíma og orku í starfsemi félagasamtaka á ári hverju. Tekið er við tilnefningum frá félögum innan Almannaheilla til og með 30. nóvember 2024 2024 á… Sjá meira →
Fundur fólksins í Hörpu
Fundur fólksins, ráðstefna Almannaheilla, verður haldin í Hörpu daginn fyrir þingkosningar, 29. nóvember 2024 kl. 14-18. Leiðarljós Fundar fólksins er að efla lýðræði og samfélagsþátttöku með samtali milli frjálsra félagasamtaka, stjórnmálafólks og almennings. Boðið verður upp á málstofur, fyrirlestra og pallborðsumræður auk þess sem fjöldi frjálsra félagasamtaka kynnir sína starfsemi. Í lokin fara fram stjórnmálaumræður með þátttöku þeirra flokka sem… Sjá meira →
Fundur fólksins 2024: Fyllum Hörpu 29. nóvember
Fundur fólksins verður haldinn 29. nóvember kl.14:00-18:00 í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík. Fyrir örfáum vikum varð ljóst að þessi dagur er dagurinn fyrir þingkosningar. Það á reyndar vel við að halda fundinn í aðdraganda kosninga, enda er leiðarljós Fundar fólksins að efla lýðræði og samfélagsþátttöku. Hlutverk Fundar fólksins er að búa til vettvang til samtals milli frjálsra félagasamtaka, stjórnmálafólks og almennings. Það… Sjá meira →
Upptökur frá Fundi fólksins 2023
Fundur fólksins fór fram dagana 15. – 16. september 2023. Fundarefni voru fjölbreytt en þar var m.a. rætt við fulltrúa stjórnmálaflokkanna, rætt við sérfræðinga um gervigreind, dánaraðstoð, umhverfis- og loftslagsmál og margt fleira. Almannaheill hafa staðið fyrir hátíðinni í gegnum árin og komið að skipulagi hennar. Tilgangur fundarins er að skapa vandaðan vettvang þar sem boðið er til samtals milli… Sjá meira →
Vinnustofur um sjálfboðaliðastarf og fleira
Samstarf norrænna félagasamtaka sem vinna að félagsmálum hefst í febrúar með fimm vinnustofum sem haldnar verða á netinu. Áhersla er lögð á sjálfboðastarf, pólitísk áhrif, stafræna inngildingu, samstarf við sveitarfélög og baráttu gegn einmanaleika. Skráningu lýkur föstudaginn 2. febrúar (og eru félagasamtök hvött til að skrá sig til þátttöku á heimasíðu verkefnisins). Þar má líka lesa sér til um um… Sjá meira →
Ráðstefna um velferðarkerfi framtíðar
Almannaheill á aðild að WELFARE verkefninu sem leitt er af Vaxandi miðstöð um samfélagslega nýsköpun við Háskóla Íslands. Af því tilefni eru almannaheillafélög boðin sérstaklega velkomin á lokaráðstefnu verkefnisins þriðjudaginn 30. janúar kl. 13-16 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Sjá dagskrá að neðan. Lars Hulgård er aðalfyrirlesari á lokaráðstefnu WELFARE verkefnisins en hann er prófessor í samfélagslegri nýsköpun við Roskilde Háskólann… Sjá meira →
Svanhildur er sjálfboðaliði ársins 2023
Almannaheill, samtök þriðja geirans, hafa valið Svanhildi Ólafsdóttur sem sjálfboðaliða ársins 2023. Valið var tilkynnt í tilefni af Degi sjálfboðaliðans í dag, þriðjudaginn 5. desember. Svanhildur hefur sem formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu eflt starfsemi félagsins, sem stendur nú í miklum blóma og styður við fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Svanhildur er einnig ein af máttarstólpunum á bak við fjölskylduviðburðinn „Styrkleika… Sjá meira →
Hjálpa félögum að sækja um styrki
Félagið Einurð í samstarfi við Almannaheill stendur fyrir Erasmus-degi miðvikudaginn 11. október næstkomandi. Viðburðurinn verður samblanda af kynningu af styrkjum sem Evrópsambandið býður í gegnum Erasmus+ og kynning á verkefnum Einurðar. Styrkir Evrópusambandsins eru mjög fjölbreyttir og hefur Einurð aðstoðað félagasamtök og fyrirtæki að sækja um styrki. Þar á meðal er gönguhópurinn Vesen og vergangur, Listasafn Íslands og Vaxandi, miðstöð… Sjá meira →
Fundur Fólksins 15. og 16. september 2023
Dagskrá Fundar fólksins dagana 15. og 16. september 2023 er fjölbreytt að vanda. Hún er hér: https://fundurfolksins.is/events/ Tilgangur fundarins er að skapa vandaðan vettvang þar sem boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálafólks og frjálsra félagasamtaka, þar sem lýðræði og opin skoðanaskipti eru leiðarstefið. Frjáls félagasamtök hafa verið leiðandi í undirbúningi hátíðarinnar með þátttöku og stuðningi opinberra aðila. Lýðræðishátíð unga fólksins… Sjá meira →
Tómas er nýr formaður Almannaheilla
Félagasamtök á Íslandi standa frammi fyrir áskorunum í rekstri sínum og þurfa að standa saman í því að þrýsta á stjórnvöld svo þau bæti skattalegt umhverfi þeirra, svo sem með endurgreiðslu á virðisaukaskatti af aðföngum. Þetta segir Tómas Torfason, nýkjörinn formaður Almannaheilla, samtaka þriðja geirans. Tómas var kjörinn formaður Almannaheilla á aðalfundi félagsins í vikunni. Hann er sjötti formaður Almannaheilla… Sjá meira →