Aðildarfélög

Sjá lista yfir aðildarfélög Almannaheilla hér fyrir neðan.

Aðild að Almannaheill geta þau almannaheillasamtök og sjálfseignarstofnanir fengið sem eru með almennan aðgang og lýðræðislega stjórnarhætti, eru skráð eru hjá hinu opinbera og er ætlað að vinna að heill ótiltekins fjölda manna án hagnaðarsjónarmiða þeirra sem reka og stýra félaginu.

Aðild að Almannaheillum veitir félögum meðal annars:

  • Samstöðuvettvang almannaheillasamtaka um sameiginleg hagsmunamál
  • Stuðning við bætt rekstrarumhverfi almannaheillasamtaka, s.s. skatta og lagaumhverfi
  • Umræða og fræðslu sem styður við fagleg, ábyrg og nýskapandi vinnubrögð almannaheilla-samtaka
  • Stuðningur af sameiginlegum siðareglum almannaheillasamtaka
  • Aðgang að þekkingarneti almannaheillasamtaka
  • Aðgang að fræðslustarfsemi á góðum kjörum
  • Aðgang að sameiginlegri funda- og vinnuaðstöðu

Árgjald í Almannaheill fer eftir árlegri fjárhagslegri veltu aðildarfélags:

  • Árgjald kr. 30.000 ef velta er minni en 50 m. kr. á ári
  • Árgjald kr. 75.000 ef velta er 50 – 100 m. kr. á ári
  • Árgjald kr. 150.000 ef velta er yfir 100 m. kr. á ári

Sótt er um aðild að Almannaheill með því að senda umsókn ásamt félagasamþykktum umsóknarleitanda og skýrslu um starfsemi hans á netfangið almannaheill@almannaheill.is. Inntökunefnd stjórnar fer yfir umsóknirnar og leggur þær fyrir stjórn til samþykktar.

Aðildarfélög Almannaheilla eru: