Lýðræðishátíð unga fólksins
Forsíða » Fundur fólksins » Lýðræðishátíð unga fólksins
Lýðræðishátíð unga fólksins
Hvað er lýðræðishátíð unga fólksins?
Lýðræðishátíð unga fólksins er haldin undir hatti Fundar fólksins í Reykjavík. Hátíðin er að miklu leyti skipulögð af ungu fólki sem sjálft velur hvaða umræðuefni þau óska að setja á oddinn og þannig koma á framfæri hvaða mál brenna á þeim.
Markmið
Markmiðið með Lýðræðishátíð unga fólksins að gefa ungu fólki aukna möguleika á lýðræðislegri þátttöku með samræðum við ólíka aðila, s.s. stjórnmálaflokka, stofnanir, frjáls félagasamtök og aðra sem þau velja til þátttöku. Þannig getur hátíðin verið vettvangur sem skapar möguleika á skoðanaskiptum, skoðanamyndunum, nýrri þekkingu og áhuga á nýjum viðfangsefnum. Með þessum hætti er leitast við að ungt fólk geti haft áhrif á opinbera umræðu og ekki hvað síst stjórnmálaumræðu og stefnu.
Markhópur
Markhópur lýðræðishátíðar unga fólksins er ungt fólk frá 14 ára aldri og upp að 25 ára aldri, en yngri og eldri eru að sjálfsögðu velkomnir.
Tímasetning
Nánar tilkynnt síðar.
Gjald
Þátttaka ungmennasamtaka er endurgjaldslaus.