Forsíða » Fundur fólksins
Fundur fólksins – Ráðstefna Almannaheilla, fer fram í Hörpu fimmtudaginn 13. nóvember 2025.
Vegleg dagskrá er í Kaldalóni kl.14-18 og kynningarbásar almannaheillafélaga eru opnir allan tímann á Norðurbryggju, sýningarrými fyrir framan ráðstefnusalinn.
Aðgangur er ókeypis en þar sem sætaframboð er takmarkað biðjum við fólk um að skrá sig hér.
Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og ráðherra félagsmála, Inga Sæland, eru sérstakir gestir í ár. Fjallað verður um almannaheillafélög frá ýmsum hliðum í nokkrum málstofum á ráðstefnunni. Í öllum málstofum verður tekið við spurningum úr sal.
Ráðstefnan er fjölbreytt í ár og þar býðst einstakt tækifæri fyrir fulltrúa aðildarfélaganna – ykkur – að hitta þar í eigin persónu annað lykilfólk sem hefur eldmóð fyrir uppbyggingu samfélagsins. Þannig náum við saman að efla tengslanetið – fá aðgang að reynslu annarra og deila eigin þekkingu – þannig að hvert og eitt aðildarfélag verði öflugra eftir daginn.
Félagið Lífsvirðing heldur opinn hliðarviðburð á Fundi fólksins í salnum Stemmu kl. 15:30-16:00. Heiti viðburðar: Samtal við lækna um dánaraðstoð. Formaður Lífsvirðingar Ingrid Kuhlman og læknarnir Linda Kristjánsdóttir og Svanur Sigurbjörnsson.
Um Fund fólksins
Fundur fólksins – Ráðstefna Almannaheilla er vettvangur þar sem boðið er upp á samtal milli almennings, stjórnmálafólks og frjálsra félagasamtaka. Lýðræði, samfélagsþátttaka og opin skoðanaskipti eru leiðarstef í samtalinu.
Fundur fólksins er stærsti viðburður Almannaheilla ár hvert.
Fundurinn er lýðræðishátíð og var fyrst haldinn í Norræna húsinu sumarið 2015. Hátíðin var haldin í Hofi á Akureyri árið 2019 og gekk undir nafninu Lýsa.
Fundur fólksins, ráðstefna Almannaheilla, var haldin í Hörpu 29. nóvember 2024, daginn fyrir alþingiskosningar. Hann er haldinn í Hörpu 13. nóvember 2025.