Heimsmarkmiðin
Forsíða » Um Almannaheill » Heimsmarkmiðin
Heimsmarkmiðin
Almannaheill hafa gert samstarfssamning við Verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um kynningu á heimsmarkmiðunum meðal íslenskra félagasamtaka næstu 12 mánuði. Tilgangur verkefnisins er að hvetja félagasamtök á Íslandi til að samþætta heimsmarkmiðin inn í daglega starfsemi þeirra.
Sjá hér nánar um heimsmarkmiðin á vef verkefnastjórnarinnar.
Hér viljum við birta sögur af samtökum sem eru byrjuð að vinna með heimsmarkmiðin:
Að breyta heiminum
Kynning frá Steinunni Hrafnsdóttur, prófessor í félagsráðgjöf og forsvarskonu Vaxandi – miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun við HÍ – og Stefaníu G. Kristinsdóttur – doktorsnema og samfélagsfrumkvöðuls. Kynningin fór fram á Fundi fólksins í Grósku 17. september 2022. Fjallað er um WELFARE-verkefnið, sem snýst um að byggja upp þverfaglegan vettvang, þjálfun og stuðning við samfélagsfrumkvöðla hvort sem er innan stofnana, sveitarfélaga, þriðja geirans eða samfélagsdrifinna fyrirtækja.