Opnað hefur verið fyrir skráningu á Almannaheillaskrá

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um skráningu í Almannaheillaskrá Skattsins samanber tilkynning frá 22. nóvember. Skráningin er ætluð óhagnaðardrifnum félögum, sjóðum og stofnunum sem hafa með höndum óhagnaðardrifna starfsemi til almannaheilla.  Gjafir og framlög til slíkra lögaðila skapa frádráttarheimild hjá gefendum. Listi yfir viðurkennda lögaðila hvers árs verður birtur á heimasíðu Skattsins.

Umsókn um skráningu á almannaheillaskrá er rafræn í gegnum þjónustuvef Skattsins.