Skráning á almannaheillaskrá og almannaheillafélagaskrá

Nýjar skatta- og lagabreytingar fyrir félög sem starfa að almannaheillamarkmiðum tóku gildi 1. nóvember 2021 – samanber lög nr. 32/2021 um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (skattalegir hvatar fyrir lögaðila sem starfa til almannaheilla) og lög nr. 110/2021 um félög til almannaheilla. 

Ath! Gjald vegna skráningar á breytingu á félagi kostar 2.000 kr. en gjald vegna nýskráningar á almannaheillafélagi er 30.000 kr.


Nokkur atriði sem þarf að hafa í huga:

  • Skráning á Almannaheillaskrá:
    Öll félög sem vilja nýta sér ávinning af lögum 32/2021 verða að skrá sig á Almannaheillaskrá í gegnum innskráningu á sitt heimasvæði á þjónustuvef skattsins (skattur.is) sem er tiltölulega einföld skráning sjá tilkynningu og leiðbeiningar frá Skattinum.

  • Breyting á skráningu félags yfir í að vera almannaheillafélag
    Fylla þarf út eyðublað rsk_17.10 og undirrita af stjórn en því skal fylgja breytt lög/samþykktir félags (sýnishorn af samþykktum fyrir almannaheillafélag) einnig undirritað af stjórn.  Með þessum gögnum þarf að berast kvittun fyrir greiðslu á breytingargjaldi sem er 2.000 kr. og greiðist inn á reikning 0515-26-723000 á kt. 540269-6029 (upplýsingar fengnar frá fyrirtækjaskrá).  

  • Svipað ferli gildir fyrir félög til almannaheilla yfir landamæri sjá leiðbeiningar. En þau eru skráningarskyld skv. lögum nr. 119/2019. Eingöngu er hægt að skila gögnum á pappír fyrir nýskráningu en áður skráð félög geta skilað inn upplýsingum um raunverulega eigendur rafrænt.

  • Frumskráning á almannaheillafélagi:
    Fylla þarf út eyðublað rsk_17.09 og undirrita, meðfylgjandi þarf að vera tilkynning um raunverulega eigendur rsk_17.28 ásamt stofngögnum, þ.e. samþykktum, stofnsamningi og stofnfundargerð sjá leiðbeiningar. Einnig þarf að fylgja kvittun fyrir greiðslu tilkynningargjalds 30.000 kr. á bankareikning:
     0515-26-723000 á kt. 540269-6029.  Hægt er að senda skönnuð gögn inn til fyrirtækjaskra@skatturinn.is.