Myndband: Stutt samantekt frá pallborðsumræðum 17. september

Er ykkar félag komið á almannaheillaskrá? En almannaheillafélagaskrá? Hver er eiginlega munurinn?

Hér má sjá stutta samantekt frá pallborðsumræðum sem fóru fram á Fundi fólksins 17. september síðastliðinn þar sem fjallað var um þær miklu og jákvæðu breytingar sem gengu í gildi á síðasta ári á lögum og skattareglum sem snerta almannaheillasamtök.

Nánari upplýsingar um breytingarnar og skráningu félaga á almannaheillaskrá og almannaheillafélagaskrá má nálgast á: http://almannaheill.is/frodleikur/hagnytt