Fundur fólksins fór fram dagana 15. – 16. september 2023. Fundarefni voru fjölbreytt en þar var m.a. rætt við fulltrúa stjórnmálaflokkanna, rætt við sérfræðinga um gervigreind, dánaraðstoð, umhverfis- og loftslagsmál og margt fleira. Almannaheill hafa staðið fyrir hátíðinni í gegnum árin og komið að skipulagi hennar. Tilgangur fundarins er að skapa vandaðan vettvang þar sem boðið er til samtals milli… Sjá meira →
Tag: Fundur fólksins
Myndband: Stutt samantekt frá pallborðsumræðum 17. september
Er ykkar félag komið á almannaheillaskrá? En almannaheillafélagaskrá? Hver er eiginlega munurinn? Hér má sjá stutta samantekt frá pallborðsumræðum sem fóru fram á Fundi fólksins 17. september síðastliðinn þar sem fjallað var um þær miklu og jákvæðu breytingar sem gengu í gildi á síðasta ári á lögum og skattareglum sem snerta almannaheillasamtök. Nánari upplýsingar um breytingarnar og skráningu félaga á… Sjá meira →
Upptökur frá tveimur viðburðum Almannaheilla á Fundi fólksins
Hér að neðan má sjá upptökur frá tveimur viðburðum Almannaheilla sem fóru fram á Fundi fólksins 17. september síðastliðinn. Annars vegar er um að ræða kynningu þar sem fjallað var um WELFARE-verkefnið, sem snýst um að byggja upp þverfaglegan vettvang, þjálfun og stuðning við samfélagsfrumkvöðla, og hins vegar pallborðsumræður þar sem farið var yfir hvernig til hefur tekist við innleiðingu… Sjá meira →
Fundur fólkins 16. og 17. september
Fundur fólksins verður haldinn í Norræna húsinu og Grósku hugmyndahúsi, núna um helgina, föstudaginn 16. september og laugardaginn 17.september. Almannaheill stendur fyrir tveimur viðburðum á laugardeginum í Grósku, kl. 14:00 og kl. 15:00. Streymt verður frá öllum viðburðum sem fara fram í Norræna húsinu og Grósku. Tilgangur Fundar fólksins er að skapa vandaðan vettvang þar sem boðið er til samtals… Sjá meira →
Nýtt lagaumhverfi og hvað svo?
Hér er linkur á upptöku frá Fundi fólksins á kynningu Ómars H. Kristmundssonar prófessors á nýju laga- og starfsumhverfi almannaheillasamtaka sem tók gildi 1. nóvember síðastliðinn. Ómar fjallar meðal annars um hvernig breytingarnar fela í sér aukna hvatning til fyrirtækja og einstaklinga til þess að styðja við almannaheillastarfsemi. Sjá meira →
Norræna félagið sér um framkvæmd Fundar fólksins
Jónas Guðmundsson, formaður Almannaheilla, og Hrannar B. Arnarsson, formaður Norræna félagsins, skrifuðu í dag undir samning þess efnis að Norræna félagið verði framkvæmdaaðili lýðræðishátíðarinnar Fundur fólksins næstu þrjú ár. Samningurinn er gerður í framhaldi af góðum styrk Reykjavíkurborgar og Félagsmálaráðuneytis við fundinn ásamt Norræna húsinu. Fundur fólksins verður haldinn í Norræna húsinu dagana 16. – 17. október næstkomandi. Lýðræðishátíðin var… Sjá meira →