Vinnustofur um sjálfboðaliðastarf og fleira

Fulltrúar íslensku félagasamtakanna þegar þau hittust í fyrravor.

Samstarf norrænna félagasamtaka sem vinna að félagsmálum hefst í febrúar með fimm vinnustofum sem haldnar verða á netinu.

Áhersla er lögð á sjálfboðastarf, pólitísk áhrif, stafræna inngildingu, samstarf við sveitarfélög og baráttu gegn einmanaleika.

Skráningu lýkur föstudaginn 2. febrúar (og eru félagasamtök hvött til að skrá sig til þátttöku á heimasíðu verkefnisins).

Þar má líka lesa sér til um um vinnustofurnar:

https://taenketanken.mm.dk/nordicplatform/nordic-platform-for-civil-society-nordisk-civilsamfundsplatform/