Vefur Vaxandi – miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun er kominn í loftið. Markmið Vaxandi er að efla þekkingu á starfi félagasamtaka á Íslandi og annarra sem starfa án hagnaðarvonar með sérstakri áherslu á samfélaga nýsköpun og félagslega frumkvöðla.
Með samfélagslegri nýsköpun (e. social innovation) er hér átt við nýjar eða breyttar leiðir til að mæta þörfum samfélagsins með framlagi notenda, starfsfólks og annarra hagsmunaaðila.
Vaxandi og Almannaheill, samtök þriðja geirans vinna að samstarfsverkefnum um eflingu starfs félagasamtaka. Samstarfsverkefnin eru unnin með stuðningi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins samkvæmt viljayfirlýsingu sem ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, formaður Almannaheilla og rektor Háskóla Íslands hafa skrifað undir.
Vefsíða Vaxandi er ennfremur samstarfsverkefni Almannaheilla og Vaxandi um eflingu starfs félagasamtaka kynnt, m.a. sérstök vefsíða sem er ætlað að vera upplýsinga- og umræðuvettvangur fyrir íslensk félagasamtök. Slíkir vefir eru víðast til í nágrannalöndunum en hefur vantað á Íslandi.