Árlegt málþing Almannaheilla fer fram á Fundi fólksins
Norræna húsið – Aðalsalur, föstudag 2. september 2016 kl. 14:00 – 15:00
Við fáum til okkar í sófaspjall þrjá stjórnmálamenn til að fjalla um hlutverk almannaheillasamtaka í sköpun velferðar.
Þátttakendur:
Eygló Harðardóttir, velferða- og húsnæðismálaráðherra,
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík,
Ragnheiður Ríkarðsdóttir, Velferðarnefnd Alþingis
Umræðustjóri er Ketill Berg Magnússon, formaður Almannaheilla
Markmiðið er að varpa ljósi á núverandi hlutverk almannaheillasamtaka í velferðarsköpun í samfélagi okkar.
Eitt af sérkennum íslensks samfélags er að hér sinna almannaheillafélög mikilvægum verkefnum í heilbrigðis- og velferðaþjónustu sem í öðrum löndum er sinnt af hinu opinbera. Nægir að nefna öryggis- og hjálparstarf björgunarsveita og stuðnings- og rannsóknarstarf ýmissra sjúklinga- og aðstandendafélaga.
Spurningin er hvernig hlutverk slíkra félagasamtaka mun þróast á næstu árum. Nýlegar hugmyndir um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu hafa kallað fram fremur tvípólaða umræðu um val á milli einkareksturs eða opinbers reksturs. Okkur langar með þessu málþingi að ræða stjórnmálamanna á hlutverk almannaheillasamtaka, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, við sköpun velferðar.
Við gerum ekki ráð fyrir að þátttakendur í sófaspjallnu hafi framsögur heldur munum við leggja upp með umræðuspurningar og hvetjum gesti fundarins til þátttöku í samtalinu
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.