Tag: Sjálfboðaliðastörf

Upptökur frá Fundi fólksins 2023

Fundur fólksins fór fram dagana 15. – 16. september 2023. Fundarefni voru fjölbreytt en þar var m.a. rætt við fulltrúa stjórnmálaflokkanna, rætt við sérfræðinga um gervigreind, dánaraðstoð, umhverfis- og loftslagsmál og margt fleira. Almannaheill hafa staðið fyrir hátíðinni í gegnum árin og komið að skipulagi hennar. Tilgangur fundarins er að skapa vandaðan vettvang þar sem boðið er til samtals milli… Sjá meira →

Konur í sjálfboðastarfi

Viðtal Síðdegisútvarpsins á Rás 1 við Ingibjörgu Röfn Pétursdóttur, formann Bandalags íslenskra kvenna, um þátttöku í sjálfboðaliðastarfi og vinnustofu sem haldin var í apríl 2014, en Ketill B. Magnússon, stjórnarmaður í Almannaheillum, var einn stjórnenda vinnustofunnar. http://www.ruv.is/innlent/konur-i-sjalfbodastarfi Sjá meira →

Dagur sjálfboðaliðans

Grein Helgu G. Guðjónssdóttur formanns Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) um sjálfboðastörf, á alþjóðlegum degi sjálfboðaliðans 5. desember 2013. Sjálfboðaliðastörf hafa einmitt verið uppistaðan í öllu starfi UMFÍ frá því að hreyfingin var stofnuð árið 1907. UMFÍ er aðili að Almannaheillum. http://umfi.is/dagur-sjalfbodalidans-3 Sjá meira →

Hverju skipta sjálfboðaliðar fyrir íslensk félagasamtök?

Rannsókn Ómars H. Kristmundssonar, prófessors við Háskóla Íslands og Steinunnar Hrafnsdóttur, dósents við Háskóla Íslands. Fram kemur að áhugi fólks til að leggja góðu málefni lið án fjárhagslegs endurgjalds hefur ekki minnkað, en að hjá flestum frjálsum félagasamtökum sé hlutverk sjálfboðaliða fremur afmarkað við stjórnarsetu og tímabundin átaksverkefni, svo sem fjáraflanir. Þáttaka fer einnig eftir stærð og meginhlutverki tiltekins félags.… Sjá meira →

,Mín köllun er að hjálpa og reyna að láta gott af mér leiða’ – Sýn ungmenna á sjálfboðaliðastarf sitt

Rannsókn og Ragnýar Þóru Guðjohnssen og Sigrúnar Aðalbjarnadóttur, menntavísindasviði Háskóla Íslands, frá 2011 á sýn ungmenna á sjálfboðaliðastarf sitt. Helstu niðurstöður voru að ungmennin tengdu markmiðin annars vegar persónulegum ávinningi; til dæmis sjálfstrausti, félagshæfni og félagskap og hins vegar samfélagslegum ávinningi; að sína virkni með því að ljá rödd sína, hjálpa fólki og vinna að umbótum. Gildin sem réðu mestu… Sjá meira →

„Tíðarandinn hefur áhrif á val verkefna“ – Viðtal við fræðikonuna Ullu Haberman um sjálfboðaliðastörf

Viðtal Morgunblaðsins árið 2002 við Ullu Haberman, félagsfræðing og sérfræðing við Háskólann í Kaupmannahöfn, um sjálfboðastörf. Meðal annars er fjallað um hverjir gerist helst sjálfboðaliðar, helstu hvatir að því, mikilvægi skýrra gilda og grunnstefnu, hvað sjálfboðaliðar geta fengið út úr starfinu og mikilvægi þess að þeir hafi frjálst val. Einnig kemur fram að hlutfall þeirra sem taka þátt í sjálfboðaliðastarfi… Sjá meira →

Sjálfboðastörf eftirlaunafólks og lífsfylling

Í þessari grein er fjallað um sjálfboðaliðastörf á vegum Rauða krossins og almennt. Hvatt er til þáttöku í mannúðar- og sjálfboðastörfum og þau störf skilgreind sem skipulögð þjónusta við vandalausa einstaklinga eða afmörkuð samfélagsþjónusta sem rekin er af sjálfboðasamtökum eða annari skipulagðri heild. Morgunblaðið, 12. janúar 2000, bls. 52-3. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=132490&pageId=1956717&lang=is&q=sj%E1lfbo%F0ast%F6rf Sjá meira →