Opnun Fræðaseturs þriðja geirans og fyrirlestur dr. Lars Svedbergs. Dagsetning: 26.11.2010 – Staðsetning: Háskóli Íslands – Oddi, stofa 101

Fyrirlestur Dr. Lars Svedbergs prófessors í tilefni opnunar Fræðaseturs þriðja geirans

Háskóli Íslands, Félagsráðgjafardeild og Stjórnmálafræðideild í samvinnu við samtökin Almannaheill býður þér til fyrilestrar dr. Lars Svedbergs, prófessors í tilefni opnunar  Fræðaseturs þriðja geirans, föstudaginn 26. nóvember frá 15-17,  í Odda stofu 101.

Sjá nánar á:
http://stofnanir.hi.is/thridjigeirinn/frettir_og_tilkynningar

Einnig mun Guðrún Agnarsdóttir formaður samtakanna Almannaheilla opna nýja heimasíðu setursins.

Meginhlutverk Fræðaseturs þriðja geirans er að efla rannsóknir, þróunarverkefni og fræðslu á sviði þriðja geirans og almennra félaga sem starfa án hagnaðarvonar.

Að setrinu standa Félagsráðgjafardeild og Stjórnmálafræðideild í samvinnu við Almannaheill-Samtök þriðja geirans (almannaheill.is).

Setrið verður staðsett í Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Dr. Ómar H. Kristmundsson, prófessor og Dr.Steinunn Hrafnsdóttir, dósent veita setrinu forstöðu. Verkefnisstjóri þess er Gestur Páll Reynisson.

Erindi dr. Lars Svedbergs, ber heitið:
The position and status of the third sector in current climate. A few reflexions from the horizon of an institute for civil society studies.

Lars Svedberg er prófessor í félagsráðgjöf og rannsóknarstjóri Institute for Civil Society Studies við Ersta Sköndal Háskólann í Stokkhólmi. Svedberg er virtur fræðimaður  á sínu sviði  og hefur birt fjölda ritverka um frjáls félagasamtök, sjálfboðaliða og borgarlegt samfélag. Hann stofnaði og stýrir nú norrænu neti rannsakenda á þessu sviði. Heimsókn dr. Lars Svedbergs er því mikill viðburður fyrir Háskóla Íslands og aðra þá sem láta sig málefni frjálsra félagasamtaka varða.

Vinsamlegast staðfestið þátttöku með því að skrá ykkur með því að fara inn á neðangreinda slóð:

http://stofnanir.hi.is/thridjigeirinn/stofnfundur_26_november

Með bestu kveðju,
Stjórn og starfsfólk Fræðaseturs Þriðja geirans

Skildu eftir svar