Jónas Guðmundsson hefur verið kjörinn nýr formaður Almannaheilla, samtaka þriðja geirans. Hann er fimmti formaður samtakanna, sem starfað hafa í 10 ár, og samanstanda af á fjórða tug margra af helstu almannaheillasamtökum landsins. Fráfarandi formaður var Ketill B. Magnússon.
Jónas er fyrrum rektor háskólans á Bifröst. Hann er fjármálastjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hann var einn af stofnendum Almannaheilla og hefur setið í stjórn samtakanna undanfarin ár.
Almannaheill hafa unnið að því að styrkja rekstrarumhverfi almannaheillasamtaka og m.a. hvatt til setningar laga um félög til almannaheilla, sem ráðherra ferðamála, nýsköpunar og viðskipta lagði í annað sinn fram á nýliðnu þingi en var ekki afgreitt. Ráðherra hyggst leggja málið að nýju fram í haust. Almannaheill vinna einnig að því að efla traust á starfi almannaheillasamtaka.
Stjórn Almannaheilla
Jónas Guðmundsson (Neytendasamtökin), formaður, kjörinn til eins árs (2019 – 2020)
Guðlaug B. Guðjónsdóttir (Krabbameinsfélag Íslands), kjörin til tveggja ára 2018 (2018 – 2020)
Ragnheiður Sigurðardóttir (UMFÍ), kjörin til tveggja ára 2018 (2018 – 2020)
Halldór Sævar Guðbergsson (ÖBÍ), kjörinn til eins árs (2019 – 2020)
Ómar Hlynur Kristmundsson (Fræðasetur þriðja geirans HÍ), kjörinn til tveggja ára (2019 – 2021)
Vilmundur Gíslason (Þroskahjálp), kjörinn til tveggja ára (2019 – 2021)
Guðrún Helga Bjarnadóttir (Barnaheill / Blátt áfram), kjörin til tveggja ára (2019 – 2021)
Varastjórn (kjörin til eins árs) (2019 – 2020)
Árni Einarsson (FRÆ)
Ásdís Eva Hannesdóttir (Norræna félagið)
Halldór Auðar Svansson (Geðhjálp)
Hildur Helga Gísladóttir (Kvenfélagasamband Íslands)
Hrannar B Arnarson (ADHD samtökin)
Hrefna Sigurjónsdóttir (Heimili og skóli)
Vilhjálmur Bjarnason (Samtök sparifjáreigenda)