Heimsmarkmiðin

Almannaheill hafa gert samstarfssamning við Verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um kynningu á heimsmarkmiðunum meðal íslenskra félagasamtaka næstu 12 mánuði. Tilgangur verkefnisins er að hvetja félagasamtök á Íslandi til að samþætta heimsmarkmiðin inn í daglega starfsemi þeirra.

Sjá hér nánar um heimsmarkmiðin á vef verkefnastjórnarinnar.

Hér viljum við birta sögur af samtökum sem eru byrjuð að vinna með heimsmarkmiðin:

Landvernd og heimsmarkmiðin

Skátarnir og heimsmarkmiðin

Ás styrktarfélag og heimsmarkmiðin

Móðurmál og heimsmarkmiðin

Barnaheill og heimsmarkmiðin

Blindrafélagið og heimsmarkmiðin

UMFÍ og heimsmarkmiðin

Að breyta heiminum! Samfélagsleg nýsköpun, velferð og heimsmarkmiðin


Kynning frá Steinunni Hrafnsdóttur, prófessor í félagsráðgjöf og forsvarskonu Vaxandi – miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun við HÍ – og Stefaníu G. Kristinsdóttur – doktorsnema og samfélagsfrumkvöðuls. Kynningin fór fram á Fundi fólksins í Grósku 17. september 2022. Fjallað er um WELFARE-verkefnið, sem snýst um að byggja upp þverfaglegan vettvang, þjálfun og stuðning við samfélagsfrumkvöðla hvort sem er innan stofnana, sveitarfélaga, þriðja geirans eða samfélagsdrifinna fyrirtækja.