Fundargerð fundar stjórnar Almannaheilla
haldinn 8. ágúst 2015 kl. 14:00 í húsi Krabbameinsfélagsins
Mættir: Ketill Berg Magnússon formaður, Erna Arngrímsdóttir, Haukur Ingibergsson, Jónas Guðmundsson, Ragnheiður Haraldsdóttir, Steinunn Hrafnsdóttir, Bylgja Valtýsdóttir, Þóra Þórarinsdóttir, Þórarinn Þórhallsson og Þröstur Emilsson Arnþór Jónsson.
Forföll höfðu boðað: Einar Bergmundur Arnbjörnsson, Hildur Helga Gísladóttir og Jón Pálsson
1. Fundarsetning
Ketill Berg Magnússon setti fund og bauð stjórnarmenn velkomna.
2. Norrænt samstarf á sviði almannaheilla
Formaður gerði grein fyrir að Almannaheill ættu tök á að taka þátt í norrænni ráðstefnu í Osló í lok janúar og undirbúningsfundur fyrir ráðstefnuna verði í Osló 9. september. Umræður voru um tilgang erlends samstarfs og til hvaða landa sé helst að leita fyrirmynda fyrir svo ung samtök sem
Afgreiðsla stjórnar: Ræða við fyrirtæki í velferðarþjónustu um hvort þau hafa áhuga á að sækja framangreindar samkomur og meta að því loknu hvort ástæður séu til aðildar.
3. Stefnumótun
Formaður gerði grein fyrir að efni þessa fundar væri stefnumótun um helstu helstu málefnasvið sem unnið verði á komandi starfsári þar sem vinna ætti helstu viðfangsefni og forgangsröðun þeirra. Í framhaldi af innleiðingu formanns skiptu fundarmenn sér í umræðuteymi og stjórnaði Þóra Þórarinsdóttir hugmyndaflæði þar sem fundarmenn skiluðu skriflega inn hugarflugsmiðum.
Afgreiðsla stjórnar: Helstu áherslur sem komu fram í umræðum fundarmanna voru
-
Tryggja að frumvarp verði samþykkt um starfsemi almannaheillafélaga,
-
Styrkja innra starf og fjárhagslegan starfsgrundvöll Almannaheilla,
-
Almannaheill verði sýnilegri almenningi og mögulegum nýjum aðildarfélögum.
-
Fjölgun félaga í Almannaheill
-
Stuðla að faglegri fræðslu fyrir stjórnendur Almannaheillasamtaka
-
Formanni var falið að skipta stjórn í þrjá hópa sem hver um sig vinnur að því að setja verkefnin upp í verkefnaáætlun með mælanlegum og tímasettum markmiðum þar sem hlutverk og ábyrgð hvers og eins verði skýrt.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 16:00
Næsti fundur er fimmtudaginn 3. sept kl. 9:00 í Sigtúni 42