Almannaheill standa fyrir hádegisfyrirlestri um Fjáröflun og fjármögnun félagasamtaka
Norræna húsið föstudag 20. maí 2016 kl. 11:30 – 13:00
Sir Stuart Etherington er framkvæmdastjóri NVCO, National Council for Voluntary Organisations í Bretlandi. Sir Stuart Etherington hefur í 22 ár verið framkvæmdastjóri NCVO í Bretlandi. Hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa í tengslum við þriðja geirann, m.a. fyrir bresk stjórnvöld.
Hann var á síðasta ári formaður þverpólitískrar nefndar sem gaf út skýrslu um eftirlit með fjáröflunum í Bretlandi, REGULATING FUNDRAISING FOR THE FUTURE, Trust in charities, confidence in fundraising regulation, þar sem farið er yfir fjáröflunarmál góðgerðarfélaga og gerðar tillögur um breytingar á eftirliti með þeim. Lagði nefndin til að komið yrði á fót opinberum eftirlitsaðila sem væri ábyrgur gagnvart breska þinginu en starfaði í tengslum við Charity Commission.
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.