IOGT á Íslandi hefur nýlega þýtt og gefið út vandaðan bækling frá MOVENDI sem fjallar um hvernig áfengi hindrar að við náum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Í bæklingnum er sýnt fram á að áfengi hindrar og tálmar að við náum 14 af 17 markmiðunum.
Í bæklingnum er farið í gegnum markmiðin og skoðað hvað má betur fara. IOGT á Íslandi segir að stysta og auðveldasta skrefið til að færast nær markmiðunum er að draga úr áfengisneyslu.
IOGT hefur sent út gríðarlegan fjölda prentaðra eintaka og í netpósti til ráðamanna þjóðarinnar sem vinnuhefti svo þeir geti ávarpað forvarnir á breiðari grunni.
IOGT á Íslandi mun heimsækja ráðamenn, sveitastjórnir, félagasamtök og fleiri á næstunni til að fjalla sérstaklega um einstaka heimsmarkmið.
IOGT á Íslandi hefur unnið eftir þessum góðu gildum frá stofnun 1884 löngu áður en Sameinuðu þjóðirnar sameinuðust um þessi markmið og flest ríki heimsins samþykktu að ná fyrir árið 2030. Það eru allt of margar þjóðir í dag sem því miður fjarlægjast markmiðin frekar en að nálgast þau.