25. fundur stjórnar Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, haldinn fimmtudaginn 30. september 2010, kl. 8.30, að Skógarhlíð 8, Reykjavík.
Mætt: Guðrún Agnarsdóttir, Björgólfur Thorsteinsson, Einar Haraldsson, Eva Þengilsdóttir, Jónas Þórir Þórisson, Júlíus Aðalsteinsson, Hildur Helga Gísladóttir og Jónas Guðmundsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
- 1. Fram kom að ekki hefur verið lagt fram endanlegt álit nefndar félagsmálaráðherra um lög er varða félagasamtök og sjálfseignarstofnanir. Mun þess vera skammt að bíða.
- Formaður skýrði frá því að Velferðarvaktin hyggðist efna til lokaðs málþings um samræmingu í störfum þriðja geirans, einkum er varðar aðstoð við þá hópa sem veikast standa í samfélaginu. Almannaheillum verður boðin þátttaka.
- Rætt var um afstöðu Almannaheilla til boðaðra skattabreytinga ríkisins, sérstaklega hækkunar erfðafjárskatts úr 5% í 10%.
- Rætt um möguleg umræðuefni á málþingi Almannaheilla í haust. Var helst staðnæmst við skattamál.
- Ákveðið að leita eftir verkefnistjóra fyrir samtökin. Er miðað við að starfsmaðurinn vinni að því að koma málstað Almannaheilla á framfæri, túlka málstaðinn fyrir áhrifafólki og fjölmiðlum. Þá kanni hann möguleika á að íslensk almannaheillasamtök tengist evrópsku ári sjálfboðaliða á næsta ári.
- 6. Næsti fundur stjórnar verður haldinn þ. 21. október kl. 8.30.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10.05.