Stjórnendaþjálfun

Í samstarfi við Opna háskólann í Reykjavík býður Almannaheill stjórnendum almannaheillafélaga uppá sérsniðna stjórnendaþjálfun fyrir félagasamtök. Markmið námsins er að efla stjórnendur til að auka fagmennsku og takast á við áskoranir sem þriðji geirinn stendur frammi fyrir.

Námið var fyrst í boði haustið 2017 og mæltist mjög vel fyrir hjá þátttakendurm. Haustið 2019 fer línan af stað í styttri og þéttari mynd og felst í 5 lotum sem hver um sig er 7 klukkustundir. Boðið er uppá þjálfun í helstu þáttum stjórnunar:

  • Frjáls félagasamtök, stjórnarhættir og réttarumhverfi
  • Siðfræði við stjórnun almannaheillasamtaka
  • Forysta og stjórnun í þriðja geiranum
  • Stefnumótun almannaheillasamtaka
  • Fjármálastjórnun, fjáraflanir og samningatækni

Stjórn Almannaheilla leitaði árið 2017 tilboða hjá fagaðilum til að skipuleggja og sjá um faglegt nám fyrir stjórnendur almannaheillafélaga. Opni háskólinn í Reykjavík tók best í hugmyndina og útfærði afar metnaðarfulla stjórnendaþjálfun með færustu sérfræðingum á sínu sviði.

Aðildarfélög Almannaheilla og starfsfólk þeirra fá afslátt af náminu.

Nánari upplýsingar eru á vef Opna háskólans hér.