Vörpum ljósi á þriðja geirann

Fimmti desember er dagur sjálfboðaliðans. Næsta ár, 2011, verður evrópskt ár sjálfboðaliðans. Þessa verður minnst víða þar sem verðmætt og mikilvægt hlutverk og framlag sjálfboðaliða og samtaka þeirra til samfélagsins er metið og í hávegum haft. Löng hefð er fyrir sjálfboðaliðastarfi hjá nágrannaþjóðum okkar, bæði austan hafs og vestan, sem hefur með fjölbreyttum hætti styrkt samfélagið og velferðarmál af ýmsu… Sjá meira →

Dagur sjálfboðaliðans 5. 12. 2010

Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans er haldinn hátíðlegur 5. desember ár hvert. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á ómetanlegu framlagi sjálfboðaliða um heim allan til starfs í þágu almannaheilla. Fögnum deginum og því mikla starfi sem unnið hefur verið! Sjá meira →

Fjármálaráðherra mælir með setningu heildarlaga um félagasamtök og endurskoðun skattareglna

Í umræðu sem fram fór nýlega á Alþingi vegna fyrirspurnar Eyglóar Harðardóttur um skattalega stöðu frjálsra félagasamtaka, sagði fjármálaráðherra frá skýrslu sem nefnd um skoðun heildarlöggjafar fyrir félagasamtök og sjálfseignarstofnanir hefur skilað af sér, og vék að skattareglum sem um þessa aðila gilda: “Niðurstaða nefndarinnar var einmitt sú að leggja til að hafist yrði handa um smíði löggjafar um félagasamtök… Sjá meira →

Opnun Fræðaseturs þriðja geirans og fyrirlestur dr. Lars Svedbergs. Dagsetning: 26.11.2010 – Staðsetning: Háskóli Íslands – Oddi, stofa 101

Fyrirlestur Dr. Lars Svedbergs prófessors í tilefni opnunar Fræðaseturs þriðja geirans Háskóli Íslands, Félagsráðgjafardeild og Stjórnmálafræðideild í samvinnu við samtökin Almannaheill býður þér til fyrilestrar dr. Lars Svedbergs, prófessors í tilefni opnunar  Fræðaseturs þriðja geirans, föstudaginn 26. nóvember frá 15-17,  í Odda stofu 101. Sjá nánar á: http://stofnanir.hi.is/thridjigeirinn/frettir_og_tilkynningar Einnig mun Guðrún Agnarsdóttir formaður samtakanna Almannaheilla opna nýja heimasíðu setursins. Meginhlutverk… Sjá meira →

Vel heppnuðum aðalfundi lokið

Almannaheill, samtök þriðja geirans héldu aðalfund 19. maí sl. í húsi Krabbameinsfélags Íslands að Skógarhlíð 8. Á fundinum voru samþykktar samhljóða siðareglur fyrir samtökin en unnið hefur verið að gerð þeirra í vetur. Var því sérstaklega fagnað að samtökin hefðu nú sett sér slíkar reglur. Einstök aðildarfélög geta á grundvelli þeirra sett sér sértækari siðareglur. Stjórn, varastjórn og formaður voru… Sjá meira →

Vel heppnuðum aðalfundi lokið

Almannaheill, samtök þriðja geirans héldu aðalfund 19. maí sl. í húsi Krabbameinsfélags Íslands að Skógarhlíð 8. Á fundinum voru samþykktar samhljóða siðareglur fyrir samtökin en unnið hefur verið að gerð þeirra í vetur. Var því sérstaklega fagnað að samtökin hefðu nú sett sér slíkar reglur. Einstök aðildarfélög geta á grundvelli þeirra sett sér sértækari siðareglur. Stjórn, varastjórn og formaður voru… Sjá meira →

Siðareglur Almannaheilla samþykktar á aðalfundi 2010

SIÐAREGLUR ALMANNAHEILLA   TILGANGUR SIÐAREGLNA Að veita aðilum Almannaheilla stuðning í veigamiklu hlutverki sínu að vinna að almannaheill í gegnum mannrækt, heilsuvernd og -eflingu, umhverfisvernd og annað sem aðilar að samtökunum standa fyrir. Að styrkja ímynd aðila Almannaheilla, viðhalda og auka traust almennings á starfi þeirra með því að upplýsa um gildi sem móta starfið. Að efla gegnsæi, góða stjórnarhætti og… Sjá meira →

Aðalfundur Almannaheilla verður haldinn 19. maí 2010

Aðalfundur Almannaheilla verður haldinn 19. maí, kl. 14:00 til 16:30 á fyrstu hæð í húsnæði ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík. Samkvæmt lögum Almannaheilla eiga öll aðildarfélög rétt á að senda fulltrúa á fundinn, auk þess sem aðildarsamtökin eiga rétt á viðbótarfulltrúa fyrir hverja fimm þúsund félagsmenn. Er þá hugsað til atkvæðagreiðslu en fleiri geta tekið þátt… Sjá meira →

VEL HEPPNAÐ HÁDEGISMÁLÞING UM SIÐAREGLUR OG SIÐLEGA STARFSHÆTTI

Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra sagði í ávarpi sínu á hádegismálstofu Háskólans í Reykjavík og Almannaheilla, ÞRIÐJI GEIRINN: SIÐLEGIR STARFSHÆTTIR OG ÁBYRGÐ STJÓRNA ALMANNAHEILLASAMTAKA, að mikilvægt væri að auka traust í samfélaginu og að setning siðareglna gæti verið lóð á þær vogarskálar. Ragna óskaði Almannaheillum jafnframt velgengni í framtíðinni og kvað mikilvægt að hafa öflug regnhlífarsamtök í þriðja geiranum sem… Sjá meira →

ÞRIÐJI GEIRINN SIÐLEGIR STARFSHÆTTIR OG ÁBYRGÐ STJÓRNA ALMANNAHEILLASAMTAKA

Opin hádegismálstofa á vegum Háskólans í Reykjavík og Almannaheilla, samtaka þriðja geirans. Stund: Miðvikudagur 7. apríl kl. 12:00 – 13:15 Staður: Aðalbygging HR í Nauthólsvík, Fönix 3 ÁVARP Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra SIÐLEGIR STARFSHÆTTIR OG SETNING SIÐAREGLNA Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur við lagadeild HR Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvað felst í siðlegum starfsháttum, hvaða kröfur er eðlilegt að… Sjá meira →