Almannaheill – samtök þriðja geirans auglýsa eftir tillögum að almannaheillafélagi sem hlýtur viðurkenningu Fyrirmynd 2018.
Viðurkenninguna Fyrirmynd 2018 hljóta félagasamtök til almannaheilla sem starfa af fagmennsku og skipuleggja starfsemi sína með gagnsæi, skilvirkni með góða þjónustu og siðferði að leiðarljósi.
Með viðurkenningunni vilja Almannaheill hvetja félög til almannaheilla til að vanda til starfsemi sinnar og auka þannig fagmennsku og trúverðugleika á þriðja geiranum í samfélaginu.
Þetta er í fyrsta skipti sem þessi viðurkenning verður veitt og því er þetta tilraunarverkefni. Almannaheill hefur frá stofnun hvatt til fagmennsku almannaheillafélaga, meðal annars með siðareglum fyrir félagasamtök. Nú er markmiðið að stíga lengra og veita viðurkenningar fyrir faglegan á árangursríkan rekstur.
Við mat á starfsemi félagssamtaka er meðal annars tekið mið af gæðaviðmiðum fyrir almannaheillafélög frá systursamtökum Almannaheilla erlendis. Horft verður til eftirfarandi þátta:
- Stjórnarhættir
- Gæðastarf
- Rekstur
- Mannauðsstjórnun
- Tengsl og þátttaka í samfélaginu
Fresturinn til að senda inn tillögur rennur út þann 20. október 2018. Dómnefnd tilnefnd af stjórn Almannaheilla og forsætisráðherra metur allar tillögur sem berast og getur einnig byggt val sitt á eigin frumkvæði. Viðurkenningin verður afhent við 10 ára afmælisathöfn Almannaheilla í Veröld – húsi Vigdísar þann 7. nóvember 2018.
Hægt er að senda inn tilnefningar með því að fylla út neðangreint form: