Aðalfundur Almannaheilla verður haldinn 19. maí, kl. 14:00 til 16:30 á fyrstu hæð í húsnæði ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík.
Samkvæmt lögum Almannaheilla eiga öll aðildarfélög rétt á að senda fulltrúa á fundinn, auk þess sem aðildarsamtökin eiga rétt á viðbótarfulltrúa fyrir hverja fimm þúsund félagsmenn. Er þá hugsað til atkvæðagreiðslu en fleiri geta tekið þátt í umræðum.
Dagskrá aðalfundar Almannaheilla, samtaka þriðja geirans 19. maí 2010 kl. 14:00 til 16:30
1. Formaður setur aðalfund.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla stjórnar.
4. Skýrsla um endurskoðaðan fjárhag samtakanna.
5. Umræður um skýrslur.
6. Kosning stjórnar og endurskoðenda.
7. Ákvörðun um gjaldskyldu aðildarfélaga.
8. Önnur mál.
Undir liðnum önnur mál mun Ómar H. Kristmundsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, segja frá störfum nefndar félagsmálaráðherra sem skoðar hugsanlega lagasetningu um störf frjálsra félagasamtaka, en hann er formaður nefndarinnar. Ómar mun einnig kynna fyrir okkur hugmyndir um nánara samstarf Félagsvísindasviðs HÍ við almannaheillasamtök.
Síðan mun Eva Þengilsdóttir kynna tillögur að siðareglum Almannaheilla sem unnið hefur verið að á þessu ári og lagðar verða fram til samþykktar á aðalfundinum.