Vel heppnaður aðalfundur, ný félög og staða lagafrumvarps

Aðalfundur Almannaheilla – samtaka þriðja geirans var haldinn þann 12. júní 2014. Auk hefðbundina fundarstarfa voru staðfest fjögur ný aðildarfélög; Barnaheill, Landssamband eldri borgara, Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) og Skógræktarfélag Íslands og þau boðin hjartanlega velkomin til liðs við Almannaheill. Með þessum félögum eru aðildarfélög Almannaheilla orðin 24, en auk þessara fjögurra eru aðildarfélögin: Blindrafélagið,  Bandalag íslenskra skáta, Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs,  Heimili og skóli, Hjartavernd,  Hjálparstarf kirkjunnar, Krabbameinsfélagið,  Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Landvernd, Landssamtökin Geðhjálp, Neytendasamtökin,  Samtök sparifjáreigenda,  Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Ungmennafélag Íslands (UMFÍ), Umhyggja, Vinir Vatnajökuls, Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands.

Sérstakur gestur fundarins var Valgerður Benediktsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu viðskipta, nýsköpunar og ferðaþjónustu í Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneitinu. Hún fjallaði um stöðu lagafrumvarps sem nú er unnið að til að mynda heilstæðan ramma um frjáls félagasamtök í almannaþágu og styrkja stöðu þeirra og réttindi, sér í lagi á sviði skattamála. Í kjölfar yfirferðar tekur ráðherra það fyrir og stefnt er á að það fari fyrir þing á vordögum 2015.

Kosning stjórnar Almannaheilla var á þá leið að Ólafur Proppé, fulltrúi Bandalags íslenskra skáta og sitjandi formaður situr áfram og aðalstjórn skipa að auki Haukur Ingibergsson fulltrúi Landssambands eldri borgara, Jón Pálsson, fulltrúi UMFÍ, Jóna Fanney Friðriksdóttir fulltrúi Landverndar, Jónas Guðmundsson fulltrúi Neytendasamtakanna, Ketill B. Magnússon fulltrúi Heimilis og skóla og Ragnheiður Haraldsdóttir fulltrúi Krabbameinsfélagsins. Varastjórn skipa Bryndís Torfadóttir fulltrúi Umhyggju, Bylgja Valtýsdóttir fulltrúi Hjartaverndar, Steinunn Hrafnsdóttir fulltrúi Fræðaseturs þriðja geirans, Arnþór Jónsson fulltrúi SÁÁ, Magnús Gunnarsson fulltrúi Skógræktarfélags Íslands, Þórarinn Þórhallsson fulltrúi Blindrafélagsins og Hildur Helga Gísladóttir, áður sem fulltrúi Kvennréttindasambands Íslands en nú sem fulltrúi Kvenfélagasambands Íslands.

Fundurinn var vel sóttur og sköpuðust líflegar umræður. Samtökin eru einnig virk á vefnum, unnið er að því að uppfæra heimasíðu samtakanna og þau halda einnig úti virkri facebook-síðu.Frekari upplýsingar veita:

Einar Steinn Valgarðsson, verkefnastjóri Almannaheilla. einarsteinnvalgards@gmail.com

Ólafur Proppé, formaður Almannaheilla. proppe@hi.is

Skildu eftir svar