Fundur stjórnar Almannaheilla, samtaka þriðja geirans
haldinn fimmtudaginn 27. júní, 2011, kl. 15.00, að Sigtúni 42, Reykjavík.
Mætt: Ólafur Proppé, Anna M. Þ. Ólafsdóttir, Bylgja Valtýsdóttir, Hildur Helga Gísladóttir, Jóna Fanney Friðriksdóttir, Ketill Magnússon, Ragnheiður Haraldsdóttir, Steinunn Hrafnsdóttir og Jónas Guðmundsson, sem ritaði fundargerð.
Gestur fundarins: Kristbjörg Hjaltadóttir sat fundinn undir dagskrárlið 8.
Þetta var gert:
•1. Fundargerð
Fundargerð stjórnarfundar frá 12. júní s.l. var samþykkt án athugasemda.
•2. Kynning stjórnarmanna og verkaskipting
Stjórnarmenn kynntu sig og formaður lagði fram tillögu um verkaskiptinu stjórnarinnar á komandi ári:
Varaformaður: Anna M. Þ. Ólafsdóttir
Gjaldkeri: Hildur Helga Gísladóttir
Ritari: Jón Pálsson
Meðstjórnandi: Guðmundur Magnússon
Meðstjornandi: Jónas Guðmundsson (mun sinna störfum ritara í forföllum)
Meðstjórnandi: Ragnheiður Haraldsdóttir
Varamenn:
Bylgja Valtýsdóttir
Bryndís Snæbjörnsdóttir
Bryndís Torfadóttir
Gerður Aagot Árnadóttir
Jóna Fanney Friðriksdóttir
Ketill Magnússon
Steinunn Hrafnsdóttir
•3. Breytingar á vefsíðu
Varaformaður skýrði frá því að Outcome-veffyrirtækið hyggðist flytja vefsíðu Almannaheilla yfir í nýtt vefstýrikerfi, samtökunum að kostnaðarlausu. Um leið verða gerðar nokkrar breytingar á síðunni, sem t.d. auðvelda öllum stjórnarmönnum að setja inn nýtt efni, þó með samþykki Önnu ritstjóra vefsíðunnar.
•4. Yfirlýsingar ráðherra á aðalfundi
Rætt var um mikilvægar yfirlýsingar félags- og húsnæðismálaráðherra á nýlegum aðalfundi Almannaheilla, s.s. varðandi skattaafslætti, heildarlöggjöf, óhreyfðar innistæður og ákvæði stjórnarsáttmála um almannaheillafélög og grasrótarstarf. Ákveðið að halda þeim til haga og ræða þau frekar við ráðherrann við tækifæri.
•5. Staða samtakanna
Líflegar umræður urðu um stöðu samtakanna og helstu verkefni framundan. Töldu margir brýnast að ýta á eftir því og hjálpa til við að heildarlöggjöf verði sett, með tilvísunum í skattalög. Þá verði gildi aðildar að samtökunum sem gæðastimpils undirstrikuð, með vísan til siðareglna samtakanna (kann að þurfa að skerpa á þeim í því sambandi).
Ennfremur var lagt til að samtökin beittu sér í vaxandi mæli fyrir mótun viðhorfa gagnvart sjálfboðaliðastarfi, þátttöku í góðum málefnum, liðsöfnun meðal almennings fyrir starf almannaheillasamtaka, uppbyggingu félagsauðs. Nefnt var að samtökin gætu einnig í ríkari mæli miðlað þekkingu á stjórnun og rekstri almannaheillasamtaka og gefið aðildarfélögum og jafnvel öðrum ráð í því sambandi.
Þá var talið mikilvægt að gera nýtt átak til að fjölga aðildarféögum Almannaheilla og var Katli, Steinunni og Ragnheiði falið að leggja fram hugmyndir á næsta stjórnarfundi um það efni.
Fram kom að fjárhagur samtakanna er ágætur og um milljón í sjóði.
•6. Tímasetning stjórnarfunda
Formaður lagði fram tillögu um fundartíma stjórnar á komandi vetri. Yfirleitt yrðu fundir haldnir fyrsta fimmtudag í mánuði kl. 15.30, en þó með undantekningum. Fundaáætlun verði þessi: 5/9, 3/10, 7/11, 5/12, 9/1, 6/2, 6/3, 3/4, 8/5, 5/6.
•7. Tölur um umfang þriðja geirans
Rætt var um efni sem tiltækt er um umfang þriðja geirans á Íslandi. Æskilegt talið að þetta efni verði aðgengilegt í einföldu formi. Steinunn mun tína saman efni fyrir næsta stjórnarfund.
•8. Fulltrúi nýs aðildarfélags
Kristbjörg Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri Vina Vatnajökuls, sem nýlega gerðust aðilar að Almannaheill, mætti á fundinn til að kynna starfsemi sinna samtaka. Þetta eru hollvinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðs, opin öllum einstaklingum, fyrirtækjum, félögum og stofnunum sem vilja vinna að heill þjóðgarðsins. Verkefni félagsins eru fyrst og fremst kynning, fræðsla og rannsóknir. Félagið styrkir rannsóknir sem varpa ljósi á náttúru og félagslegt umhverfi þjóðgarðsins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.05.