Sir Stephen Bubb, framkvæmdasjtóri ACEVO, samtaka stjórnenda sjálfboðaliðasamtaka í Bretlandi verður aðalræðumaður á málþingi Almannaheilla á Fundi fólksins föstudaginn 12. júní .
Sir Stephen hefur áratugareynslu af stjórnun sjálfboðaliðasamtaka. Hann er einnig framkvæmdastjóri Euclid Network, evrópskra samtaka stjórnenda í þriðja geiranum. Hann á sæti í The Commonwealth Foundation’s Civil Society Committee, er stjórnarmaður í The Big Society Trust. Hann var aðlaður fyrir störf sín í þágu almannaheilla árið 2011. Árið 2011 valdi forsætisráherra Breta hann til að meta samkeppni og val á þjónustuaðilum í breska heilbrigðiskerfinu (NHS). Auk þessa gegnir Sir Stephen fjölmörgum örðum trúnaðarstörfum fyrir þriðja geirann í Bretlandi.
Sir Stephen heldur úti bloggsíðu sem finna má hér.
Fyrir málþingið í Norræna húsinu mun Sir Stephen vera með umræðufund með stjórnendum í aðildarfélögum Almannaheilla, þar sem henn deilir reynslu sinni og breskra félagasamtaka.