Öll tungumál barna eru mikilvæg

Móðurmál – samtök um tvítyngi gekk nýlega til liðs við Almannaheill. Að því tilefni heyrðum við í formanni félagsins Renötu Emilsson Peskova og spurðum hana um félagið.

 

Hvers konar félag er Móðurmál og hver er tilgangurinn?

Móðurmál_Renata_24-11-15

Móðurmál – samtök um tvítyngi eru frjáls félagasamtök sem hafa það að aðalmarkmiði að kenna fjöltyngdum börnum móðurmál þeirra. Móðurmál hefur boðið uppá móðurmálskennslu í fleiri en tuttugu fimm tungumálum fyrir fjöltyngd börn síðan 1994. Sjálfboðaliðar og foreldrar hafa unnið stærsta hlut allrar dýrmættrar vinnu. Árið 2014 hafa samtökin Móðurmál sett sér eftirfarandi markmið:

  • Að kenna börnum þeirra móðurmál
  • Að styðja við móðurmálshópa og móðurmálskennara
  • Að vinna saman með foreldrum fjöltyngdra barna til að skapa börnunum tækifæri til að læra þeirra móðurmál
  • Að taka þátt í rannsóknum um fjöltyngi og móðurmál
  • Að þróa móðurmálskennslu
  • Að styðja við virkt tvítyngi í samfélaginu

 

Móðurmál_skóli_24-11-15Ef þú mættir breyta einhverju einu í íslensku samfélagi, hvað væri það?

Við viljum sjá meiri viðurkenningu á okkar metnaðarfullu starfi fyrir fjöltyngd börn. Í Aðalnámskrá frá árinu 2011, sem og í Fjölmenningarstefnu Reykjavíkurborgar, segir að stefna eigi að virku tvítyngi hjá börnum af erlendum uppruna. Til þess þarf aukna samvinnu heimila og skóla um móðurmál barna. Leikskólar, grunnskólar og frístund þurfa skýr skilaboð frá yfirvöldum um að öll tungumál barna eru mikilvæg fyrir námið og að þau séu velkomin í kennslustofum. Það er mjög mikilvægt að fólk í lykilstöðum taki mið af innlendum og erlendum rannsóknum og átti sig á því að ákvarðanir sem við tökum núna um menntun barna af erlendum uppruna, munu hafa víðtæk áhrif á þeirra persónulega framtíð og líka á samfélagið í heild.

 

 

Hvers vegna telur þú að þátttaka ykkar í Almannaheillum getið verið gagnleg?

Ég er mjög ánægð að Móðurmál varð hluti af Almannaheillum og það er mín skoðun að við eigum heima í þessari stóru fjölskyldu af stofnunum sem vinna í þágu góðra málefna. Almannaheill býður sterkan bakjarl, tækifæri til fræslu og samráðs og einnig meiri sjáanleika fyrir Móðurmál. Við komum hins vegar með málefni sem á eftir að fá mikla athygli á landsvísu og við getum vonandi með aðild okkar stutt vægi Almannaheilla.