Öflugri saman

Almannaheill eru regnhlífasamtök þriðja geirans

Því fleiri almannaheillasamtök sem fylkja sér undir merki Almannaheilla þeim mun öflugri verður rödd þriðja geirans í samfélaginu – þar á meðal gagnvart stjórnvöldum og opinberum stofnunum.

Öflug regnhlífarsamtök þriðja geirans auka þekkingu og skilning stjórnvalda, fjölmiðla og almennings á hlut sjálfoðaliða með hugsjónir, fórnfýsi og ábyrgt skipulag að leiðarljósi í efnahagslegri og samfélagslegri velferð okkar.
Með þátttöku í Almannaheillum taka einstök almannaheillasamtök virkan þátt í að móta umhverfi þriðja geirans – þar á meðal samkeppnisreglur vegna fjáraflana til hagsbóta fyrir heildina.
Því öflugri sem Almannaheill – samtök þriðja geirans verða þeim mun meiri líkur eru á að skattaumhverfi slíkra samtaka verði breytt til samræmis við nágrannalönd okkar.