Geta Almannaheillasamtök leyst helstu krísur samtímans?

Jon Van Til, fyrrum forseti ARNOVA, alþjóðasamtaka sérfræðinga um málefni þriðja geirans, og ritstjóri Nonprofit and Voluntary Sector Quarterly flytur erindi á morgunverðarfundi Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, 27. apríl um getu almannaheillasamtaka til að takast á við helstu krísur samtímans. Van Til fjallar um þær ógnir sem um þessar mundir steðja að samfélögum á Vesturlöndum og víðar en hann telur að almannaheillasamtök ættu að vera betur en flestir aðrir í stakk búin til að takast á við þessa óheillaþróun. Á sama tíma væri þeim sjálfum víða ógnað af valdhöfum og stórfyrirtækjum. Van til kynnir hugmyndir um hvernig almannaheillasamtök geti með árangursríkum hætti eflt lýðræðisleg gildi og beitt sér á grundvelli þeirra í baráttu fyrir brýnum málefnum samtímans.

 

Akóges salurinn í Lágmúla

Van Til var lengi prófessor í lögum við Rutgers University í Bandaríkjunum, en býr nú bæði þar og í Ungverjalandi. Hann hefur ritað fjölda bóka, sú nýjasta er The Hungarian Patient: Social Opposition to an Illiberal Democracy. Önnur bóka hans fjallar um átökin á Norður-Írlandi, Resolving Community Conflicts and Problems: Public Deliberation and Sustained Dialogue. Hann hefur einnig skrifað þrjár bækur um málefni þriðja geirans, en þekktust af þeim er Growing Civil Society.

 

Fyrirlesturinn verður fluttur í Akoges-salnum við Lágmúla og hefst kl. 8.30. Að honum loknum gefst tækifæri til að varpa fram spurningum og athugasemdum. Fundinum lýkur kl. 10.

 

Skráning á fundinn