36. stjórnarfundur, miðvikudag 7. september 2011, kl. 9:00 í húsnæðið UMFÍ, Sigtúni Mættir: Einar Haraldsson (UMFÍ), Anna M.Þ. Ólafsdóttir (HK), Hildur Helga Gísladóttir (KRFÍ), Ragna Árnadóttir, formaður, Sigrún Pálsdóttir (Landvernd), Guðmundur Magnússon (ÖBÍ), Jóhannes Gunnarsson (Neytendasamtökin) Steinunn Hrafnsdóttir (HÍ), Ragnheiður Haraldsdóttir (KÍ) sem ritaði fundargerð í fjarveru ritara stjórnar.1. Dagskrá fundarins var send út með fundarboði. 2. Fundargerð síðasta fundar var samþykkt. Ákveðið að halda því vinnulagi að drög að fundargerðum verði send út að loknum fundum og kallað eftir athugasemdum, og fundargerðir samþykktar formlega í byrjun funda. 3. Rætt um aðildarumsókn Samtaka fjárfesta. Ákveðið að bjóða fulltrúa þeirra á fund stjórnar Almannaheilla og kanna ástæður umsóknar þeirra og fara yfir hvar sameiginlegir hagsmunir liggja. Lagt til að formaður leiti til fyrrverandi stjórnarmanna um upplýsingar um hugmyndafræði samtakanna í upphafi. 4. Starfið framundan takmarkast af skorti á fjármagni, en samtökin eiga nú um hálfa milljón í sjóði. Kallað verði eftir lokaskýrslu fyrrverandi starfsmanns, en hann hafði m.a. það verkefni að fjölga aðildarfélögum. Stjórnarmenn sammála um mikilvægi þess að fá starfsmann. Tekið vel í hugmyndir um að deila starfsmanni með fræðasetri þriðja geirans, og verður sú hugmynd rædd frekar síðar. 5. Formaður skýrði frá stöðu vinnu við heildarlöggjöf um almannaheillasamtökr. Lögð fram tillaga um að Almannaheill sendi efnahags- og viðskiptaráðuneytinu minnisblað um helstu efnisatriði lagasetningar. Ákveðið að RÁ, HHG,SH og RH vinni drög að minnisblaði sem byggi á nefndaráliti frá í fyrra, og sendi drög öðrum stjórnarmönnum til umsagnar. SH boðar til fyrsta fundar hópsins. 6. Ákveðið að kanna hvort við getum geymt gögn hjá UMFÍ sem verður fundarstaður stjórnar á næstunni, þannig að gögnin verði vel varðveitt og við höfum jafnframt gott aðgengi að þeim. EH skoðar þetta. AMÞÓ mun koma með tillögu á næsta fund um hvernig aðgengi að gögnum verði háttað og um rafræna geymslu þeirra. 7. Mikill áhugi stjórnarmanna á heimsókn í fræðasetrið og skynsamlegt talið að þetta verði gert sem fyrst. Hugsanlegt að tengja við stjórnarfund. 8. Evrópuár sjálfboðaliða verður rætt frekar á næsta fundi. 9. RH falið að hafa sbd. við velferðarráðuneytið og kanna stefnumótun þar um samstarf við þriðja geirann. 10. Næsti fundur verður 5. október í húsnæði UMFÍ Sigtúni 42.Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.10:00. Ragnheiður Haraldsdóttir