Stjórn Almannaheilla
Fundargerð-DRÖG
Fundarmenn: Ragna Árnadóttir, Jóhannes Gunnarsson, Bylgja Valtýsdóttir, Sigrún Pálsdóttir, Guðmundur Magnússon, Hildur Helga Gísladóttir, Ragnheiður Haraldsdóttir.
Fundarstaður UMFÍ Sigtúni 42
Fundartími: 2. maí 2013 kl. 16.15
Fundarritari: Ragnheiður Haraldsdóttir
Fundarefni:
- 1. Dagskrá aðalfundar. Samþykkt.Gert ráð fyrir að bjóða nýjum atvinnu- og nýsköpunarráðherra að ávarpa aðalfundinn. Verður send út á morgun.
- 2. Undirbúningur aðalfundar. Nú stefnt að því að halda aðalfund 3. júní kl. 16.00 í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð. Almenn aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.
- 3. Umsóknir. Fimm umsóknir a.m.k. liggja fyrir. Ekki náðst í form. Bandalags kvenna í Reykjavík. Ákveðið að óska frekari gagna sbr. 3.gr. laga Almannaheilla, AÓ verði í sbd við félögin. Ragna hitti formann UNICEF fyrir skemmstu, og verður málið rætt á stjórnarfundi þeirra 13.maí.
- 4. Frumvarp. Nefnd til undirbúnings frumvarpssmíð er að fara yfir ýmis atriði sem lúta að skilgreiningum og skilyrðum þess að félög falli undir lögin, félagaskráningu, endurskoðun reikninga og margt fleira. Stjórnarmenn gera grein fyrir sínum sjónarmiðum sem RÁ fer með í nefndarstörfin.
- 5. Næsti fundur. Næsti fundur ákveðinn 3. júní kl.15.00 á undan aðalfundi.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17.15.