Til aðildarfélaga Almannaheilla – samtaka þriðja geirans.
Boðað er til aðalfundar Almannaheilla – samtaka þriðja geirans fimmtudaginn 12. Júní n.k. í húsi Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík, kl. 15:30 – 17:00.
Dagskrá aðalfundar:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Ávörp gesta
- Staðfesting á nýjum aðildarfélögum
- Skýrsla stjórnar um nýliðið starfsár og starfið framundan
- Skýrsla um fjárhag samtakanna og fjárhagsáætlun
- Umræður um skýrslur og afgreiðsla ársreiknings
- Kosning stjórnar og skoðunarmanna
- Ákvörðun um gjaldskyldu aðildarfélaga
- Lagabreytingar
- Önnur mál.
Í lögum Almannaheilla segir m.a.:
4. gr. Aðalfundur Almannaheilla fer með æðsta vald og ákvörðunarrétt í málefnum samtakanna. Skal hann haldinn fyrir 15. júní ár hvert. Senda skal út fundarboð til aðildarfélaga með minnst fjögurra vikna fyrirvara. Í aðalfundarboði skal kynna dagskrá, fundartíma og fundarstað. Aðalfundurinn telst lögmætur ef löglega er til hans boðað.
5. gr. Aðildarsamtökin eiga rétt á einum fulltrúa á aðalfundinn hvert. Aðildarsamtök sem greiða félagsgjöld samkvæmt efri þrepum í félagsgjaldaskrá Almannaheilla skulu eiga rétt á viðbótarfulltrúum, einum fyrir hvert þrep.
F.h. stjórnar Almannaheilla,
Ólafur Proppé, formaður Almannaheilla