45. stjórnarfundur, miðvikudaginn 25. apríl 2012 kl. 09:00 í húsakynnum UMFÍ. Mættir: Ragna Árnadóttir, formaður, Anna Ólafsdóttir, varaformaður, Júlíus Aðalsteinsson, ritari, Einar Haraldsson og Bryndís Snæbjörnsdóttir
- RÁ setti fund og bað fundarmenn velkomna.
- Fjölgun aðildarfélga: Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, kom á fundinn. RÁ kynnti starfsemi Almannaheilla og lagði áherslu á að samtökin hefðu styrka rödd og að baki henni væri breiðfylking samtaka þannig að stjórnvöld gætu ekki hundsað það sem frá samtökunum kæmi með því að vísa í samtök sem stæðu utan við Almannaheill. KS fór yfir að RKÍ hafi ekki verið sátt við aðdraganda stofnunar Almannaheilla og að í samþyktum þeirra væru atriði sem væru erfið fyrir RKÍ, svo sem um það að samtökin væru talsmaður. Einnig velti RKÍ fyrir sér hvort Almannheill væru meira til fyrir minni samtökin eða þau stærri. Fram kom að RKÍ og Slysavarnafélagið Landsbjörg höfðu samráð um sína afstöðu, en mikil samvinna hjá þeim í ýmsum málum svo sem rekstri Íslandsspila. RKÍ er jákvæður til samstarfs við Almannaheill og vilja vinna að verkefnum í samstarfi. Ákveðið að Almannaheill sendi RKÍ formlegt erindi um aðild.
- Aðalfundur: Rætt um að halda aðalfund 13. eða 14. júní.