44. stjórnarfundur, miðvikudaginn 4. apríl 2012 kl. 09:00 í húsakynnum UMFÍ.
Mættir: Ragna Árnadóttir, formaður, Anna Ólafsdóttir, varaformaður, Júlíus Aðalsteinsson, ritari, Ragnheiður Haraldsdóttir, Einar Haraldsson, Jóhannes Gunnarsson, Steinunn Hrafnsdóttir, Guðmundur Magnússon og Hildur Helga Gísladóttir.
- RÁ setti fund og bað fundarmenn velkomna.
- Stefna og starfsáætlun: RÁ kynnti drög. Rætt um samstarf við Fræðasetur þriðja geirans um könnun á úthlutun styrkja hins opinbera til almannaheillasamtaka. Mögleiki á að fá starfmann í verkið með styrk vegna sérstaks atvinnuátaks fyrir skólafólk í sumar.
- Fjölgun aðildarfélaga Almannaheilla: Rætt um að bjóða fulltrúum stórra félaga sem við gjarnan viljum fá til liðs við Almannaheill til fundar við stjórnina. Hafa einnig samband við minni félög og bjóða þeim að koma á stjórnarfund eða að fulltrúar stjórnar heimsæki þau.
- Aðalfundur: Björn B.Jónsson, Guðrún Agnarsdóttir og Jónas Guðmundsson hafa gefið kost á sér til setu í uppstillingarnefnd.