Almannaheill – samtök þriðja geirans
34. stjórnarfundur, fimmtudaginn 26. maí 2011 kl. 8:30 í húsi Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8.
Mætt: Guðrún Agnarsdóttir, Bergur Ólafsson, Einar Haraldsson, Eva Þengilsdóttir, Hildur Helga Gísladóttir, Júlíus Aðalsteinsson, Kristinn H. Einarsson og Jónas Guðmundsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Rætt var um undirbúning fyrir aðalfund. Formaður hafði sent út drög að skýrslu stjórnar og var farið yfir ábendingar stjórnarmanna um viðbætur og breytingar á drögunum. Ákveðið að gera tillögu um að Eva Þengilsdóttir verði fundarstjóri aðalfundarins og Júlíus Aðalsteinsson fundarritari. Þá var farið yfir þær tillögur sem stjórnin hefur gert um breytingar á lögum samtakanna og sent til aðildarfélaganna. Afgreidd var tillaga til aðalfundar um breytingar á aðildargjöldum þar sem bætt er við nýju gjaldþrepi fyrir félög með 50 til 100 miljón kr. ársveltu. Ákveðið að gera kjörbréf fyrir fulltrúa á aðalfundinum.
2. Fjallað var um áhuga nokkurra félaga á að gerast aðilar að Almannaheillum. Umsóknir voru ekki komnar á það stig að stjórnin gæti afgreitt þær.
3. Rætt var um fjáhagsstöðu samtakanna. Reikningar hafa verið sendir út vegna aðildargjalda 2011. Fjárhagsstaðan verður viðunandi þegar greiðslur hafa borist.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10.05.